Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


06. mars 2006
Efnahagsreikningur Seđlabanka Íslands í lok febrúar 2006

Í međfylgjandi töflu er sýndur efnahagsreikningur Seđlabanka Íslands í lok febrúar 2006 og til samanburđar í lok janúar 2006 og í lok desember 2005.

Gjaldeyrisforđi bankans jókst um 3,7 milljarđa króna í mánuđinum og nam 72,1 milljarđi króna í lok hans sem jafngildir 1.104 milljónum Bandaríkjadala miđađ viđ gengi í mánađarlok.  Gjaldeyrisforđinn jókst vegna reglubundinna kaupa Seđlabankans á gjaldeyri á innlendum markađi og gengishagnađar.

Gengi íslensku krónunnar veiktist í febrúar um 2,8%.

Kröfur Seđlabankans á innlánsstofnanir hćkkuđu um 15 milljarđa króna í febrúar og námu 83 milljörđum króna í lok mánađarins.

Kröfur á ađrar fjármálastofnanir lćkkuđu um 4,8 milljarđa króna og námu 11,4 milljörđum króna í mánađarlok. 

Markađsskráđ verđbréf í eigu bankans námu 1,7 milljörđum króna í lok febrúar miđađ viđ markađsverđ.

Skuldir Seđlabankans viđ innlánsstofnanir jukust um 5,7 milljarđa króna í mánuđinum og námu 25,6 milljörđum króna í febrúarlok.

Nettóinnstćđur ríkissjóđs og ríkisstofnana hćkkuđu um 4,7 milljarđa króna og námu 91 milljarđi króna í lok febrúar. 

Grunnfé bankans jókst í febrúar um 5,6 milljarđa króna og nam 38 milljörđum króna í mánađarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabanka Íslands og Erla Árnadóttir ađalbókari í síma 569-9600.

Sjá fréttina í heild međ töflu (pdf-skjal, 37 KB) 

Nr. 7/2006 
6. mars 2006


 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli