Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


06. júní 2002
Greiđslujöfnuđurinn viđ útlönd og erlend stađa ţjóđarbúsins í janúar-mars 2002

Samkvćmt bráđabirgđauppgjöri Seđlabanka Íslands var viđskiptahalli viđ útlönd 1,5 milljarđar króna á fyrsta fjórđungi ársins. Á sama tíma í fyrra var viđskiptahallinn 18,5 milljarđar króna. Á föstu gengi minnkađi hallinn um 19,5 milljarđa króna[1]. Minni viđskiptahalli stafar einkum af samdrćtti í inn­flutningi vöru og ţjónustu og í ţáttagjöldum, en útflutningur jókst lítillega frá fyrra ári. Afgangur á vöruskiptajöfnuđi nam 5,7 milljörđum króna á fyrsta ársfjórđungi. Á sama tíma í fyrra var 7,1 milljarđs króna vöruskiptahalli. Halli á ţjónustuviđskiptum var 1,3 milljarđar króna en hann var 2,4 milljarđar króna á sama tíma í fyrra. Hreinar ţáttatekjur voru neikvćđar um 5,5 milljarđa króna sem er ţremur milljörđum króna lćgri fjárhćđ en á sama tíma í fyrra. Ţar munar mest um minni vaxtabyrđi af erlendum skuldum vegna vaxtalćkkana á erlendum lánamörkuđum.

Innstreymi fjár mćldist 11,1 milljarđur króna á fyrsta ársfjórđungi, fyrst og fremst vegna erlendrar lántöku í formi skuldabréfaútgáfu og bankalána. Fjárútstreymi vegna erlendra verđbréfakaupa nam 9,6 milljörđum króna sem var nćr helmingi meira en á sama tímabili í fyrra. Beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis námu 1,4 milljörđum króna en fjárfestingar erlendra ađila á Íslandi voru litlar sem engar. Gjaldeyrisforđi Seđlabankans jókst lítillega á fyrsta fjórđungi ársins og nam hann 36 milljörđum króna í lok mars 2002.

 

19/2002
6. júní 2002

Prentvćn útgáfa fréttar (pdf-skjal)

 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli