01. desember 2006
Viðmiðunargengi erlendra gjaldmiðla
Daglega er skráð opinbert viðmiðunargengi tíu gjaldmiðla, sbr. 19. gr. laga nr. 36 frá 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Skráð er kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla. Í dag hefst skráning miðgengis tuttugu og fimm gjaldmiðla til viðbótar og verður það birt á heimasíðu bankans daglega hér eftir. Athygli er vakin á því að varðandi þá gjaldmiðla sem nú bætast við er ekki um að ræða opinbert viðmiðunargengi í skilningi laganna sem vitnað var til, aðeins skráð miðgengi.
Opinbert viðmiðunargengi er skráð fyrir eftirtalda gjaldmiðla:
Bandaríkjadalur |
USD |
Sterlingspund |
GBP |
Kanadadalur |
CAD |
Dönsk króna |
DKK |
Norsk króna |
NOK |
Sænsk króna |
SEK |
Svissneskur franki |
CHF |
Japanskt jen |
JPY |
Sérstök dráttarréttindi |
XDR |
Evra |
EUR |
Miðgengi er skráð fyrir eftirtalda gjaldmiðla frá og með 1. desember 2006:
Kínverskt júan |
CNY |
Rússnesk rúbla |
RUB |
Pólskt slot |
PLN |
Eistnesk króna |
EEK |
Lettneskt lat |
LVL |
Litháenskt litas |
LTL |
Nígersk næra |
NGN |
Tævanskur dalur |
TWD |
Suðurkóreskt vonn |
KRW |
Súrinamskur dalur |
SRD |
Ástralíudalur |
AUD |
Ný-Sjálenskur dalur |
NZD |
Hong Kong dalur |
HKD |
Ungversk forinta |
HUF |
Ísraelskur sikill |
ILS |
Suður-Afrískt rand |
ZAR |
Singapúrskur dalur |
SGD |
Mexíkóskur pesi |
MXN |
Maltnesk líra |
MTL |
Tyrknesk líra |
TRY |
Króatísk kúna |
HRK |
Indversk rúpía |
INR |
Búlgarskt lef |
BGN |
Tékknesk króna |
CZK |
Brasilískt ríal |
BRL |
Nánari upplýsingar veitir Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs (
sturla.palsson@sedlabanki.is) í síma 569-9638.
Nr. 44/2006
1. desember 2006