21. desember 2006
Seðlabanki Íslands hækkar vexti
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25 prósentur.
Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007.
Nr. 46/2006
21. desember 2006
Vefútsendingar
Seðlabanki Íslands tók upp þá nýbreytni 2. nóvember 2006 að senda út á vefnum kynningarfundi með blaða- og fréttamönnum sem haldnir eru í tilefni af útgáfu Peningamála og vaxtaákvörðunum bankastjórnar.
Hér má sjá nýjustu vefútsendingu Seðlabanka Íslands.
Hér má sjá eldri vefútsendingar.