Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


22. október 2001
Standard & Poor's stađfestir lánshćfismat íslenska ríkisins

Bandaríska matsfyrirtćkiđ Standard & Poor's hefur stađfest óbreytt lánshćfismat fyrir Ísland. Ţetta kemur fram í frétt fyrirtćkisins sem gefin var út í dag, 22. október. Einkunn fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt er A+ og eru horfur um einkunnina taldar neikvćđar en voru áđur stöđugar.

Í frétt fyrirtćkisins segir ađ breyting á horfum endurspegli hćkkandi skuldahlutföll hins opinbera og aukna áhćttu í fjármálakerfinu en skuldahlutföll ríkisins höfđu lćkkađ stöđugt frá miđjum síđasta áratug. Efnahagsuppsveiflan sem hófst áriđ 1996 og knúin var áfram af lánsfé er nú ađ hjađna einmitt ţegar ytri skilyrđi hafa versnađ. Hugsanlega gćti afleiđingin orđiđ tiltölulega lítill hagvöxtur í töluverđan tíma og áhćttusamari eignir bankakerfisins. Ađ mati S&P eru vísbendingar um áhćttu í fjármálakerfi fyrir hendi á Íslandi, svo sem mikil eftirspurn fjármögnuđ af lánsfé, ör hćkkun fasteignaverđs og ójafnvćgi í utanríkisviđskiptum. Vegna skuldasöfnunar setti S&P Ísland á lista međ fjármálakerfum sem sýna merki álags (sjá grein á vefsíđunni Ratingsdirect hjá S&P). Líkur hafa aukist á rýrnandi gćđum útlána hjá fjármálafyrirtćkjum vegna horfa um minni hagvöxt og vegna versnandi skuldastöđu viđ útlönd.

Veikist fjármálakerfiđ enn frekar gćti komiđ til ţess ađ íslenskar fjármálastofnanir ţyrftu á auknu eigin fé ađ halda, hugsanlega úr ríkissjóđi. Erlendar skuldir landsins eru miklar (um 280% af útflutningi áriđ 2001). Mikil raungengislćkkun krónunnar undirstrikar áhrif erlendrar skuldsetningar fyrirtćkja og banka í landinu.

Hagvöxtur hefur minnkađ jafnt og ţétt úr 5% áriđ 2000, búist er viđ samdrćtti á nćsta ári en hagvexti á ný áriđ 2003. Minni hagvöxtur ásamt gengislćkkun krónunnar hefur ţegar haft áhrif á stöđu ríkisfjármála og leitt til hćkkunar ríkisskulda eftir stöđuga lćkkun ţeirra um tíma. Ţetta er óháđ öđrum breytingum sem orđiđ hafa í fjármálageiranum. Fjárlagafrumvarpiđ fyrir 2002 sem lagt var fram í byrjun október gerir ráđ fyrir smávegis afgangi en er byggt á bjartsýnum forsendum um hagvöxt og tekjur. S&P telur ađ halli ríkissjóđs áriđ 2002 geti orđiđ um 1,8% af vergri landsframleiđslu. Verulegar skattalćkkanir gćtu orđiđ enn meiri Ţrándur í Götu fyrir ţví ađ jafnvćgi náist aftur í fjármálum ríkissjóđs.

Fyllri greinargerđ um horfur í ríkisfjármálum og efnahagsmálum Íslands hefur veriđ birt á áđurnefndri Ratingsdirect heimasíđu S&P.

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formađur bankastjórnar Seđlabanka Íslands og Ólafur Ísleifsson framkvćmdastjóri alţjóđasviđs í síma 569-9600.

   
 

Nr. 37/2001
22. október 2001

 

 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli