07. ágúst 2001
Helstu liđir í efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands
Međfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi
Seđlabanka Íslands í lok júlí 2001 og til samanburđar í lok desember 2000 ásamt
breytingum í júlí 2001 og frá ársbyrjun 2001.
Gjaldeyrisforđi Seđlabankans
minnkađi um 1,6 milljarđa króna í júlí og nam 34,2 milljörđum króna í lok
mánađarins (jafnvirđi 342 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánađarlok). Gengi
íslensku krónunnar, mćlt međ vísitölu gengisskráningar, hćkkađi um 2,5% í
mánuđinum.
Erlend skammtímalán bankans lćkkuđu um 0,7 milljarđa króna í mánuđinum og
námu 28,3 milljörđum króna í júlílok.
Markađsskráđ verđbréf í eigu bankans námu 5 milljörđum króna í júlílok miđađ
viđ markađsverđ. Markađsskráđ verđbréf ríkissjóđs í eigu bankans námu 2,1
milljarđi króna.
Kröfur Seđlabankans á innlánsstofnanir lćkkuđu um 1,8 milljarđa króna í júlí
og námu 40,5 milljörđum króna í lok mánađarins. Kröfur á ađrar fjármálastofnanir
lćkkuđu einnig lítillega í mánuđinum og voru 23,7 milljarđar króna í lok
mánađarins.
Nettókröfur bankans á ríkissjóđ og ríkisstofnanir hćkkuđu um 4,8 milljarđa
króna í júlí og voru neikvćđar um 8,7 milljarđa króna í lok mánađarins, ţ.e.
nettóinnstćđur ríkissjóđs námu 8,7 milljörđum króna.
Grunnfé bankans hćkkađi lítillega í júlímánuđi og nam ţađ 30,1 milljarđi
króna í lok hans.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabanka Íslands og Erla Árnadóttir
ađalbókari í síma 569-9600.
Tafla
yfir helstu liđi í efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands
Skýringar:
Gjaldeyrisforđi sýnir brúttóeign Seđlabankans í erlendum
gjaldeyri. Markađsskráđ verđbréf ríkissjóđs sýna eign bankans í spariskírteinum
ríkissjóđs, ríkisbréfum og ríkisvíxlum. Markađsskráđ verđbréf annarra eru
húsbréf og húsnćđisbréf. Kröfur á innlánsstofnanir eru brúttókröfur bankans á
innlánsstofnanir. Kröfur á ađrar fjármálastofnanir eru brúttókröfur bankans á
ţessar stofnanir. Erlendar skuldir til skamms tíma sýna skammtímalán sem
Seđlabankinn tekur viđ og viđ, m.a. í ţví skyni ađ styrkja gjaldeyrisforđann.
Seđlar og mynt sýna heildarfjárhćđ seđla og myntar í umferđ utan Seđlabanka.
Almennar innstćđur innlánsstofnana og annarra fjármálastofnana eru innstćđur
ţeirra á viđskiptareikningum í Seđlabankanum og bundnar innstćđur
innlánsstofnana og annarra fjármálastofnana eru innstćđur sem ţeim er skylt ađ
eiga í Seđlabankanum í samrćmi viđ bindiskyldu sem bankinn ákveđur. Neđanmáls
eru sýndir fjórir liđir til skýringar, í fyrsta lagi nettógjaldeyrisstađa
Seđlabankans sem sýnir erlendar eignir til skamms tíma ađ frádregnum erlendum
skuldum til skamms tíma, í öđru lagi nettókröfur Seđlabankans á ríkissjóđ og
ríkisstofnanir, ţ.e. skuldir ţessara ađila viđ Seđlabankann ađ frádregnum
innstćđum ţeirra í bankanum, í ţriđja lagi innlendar brúttókröfur á ađra en
ríkiđ, og í fjórđa lagi grunnfé bankans en til ţess teljast seđlar og mynt í
umferđ og innstćđur innlánsstofnana í Seđlabankanum.
Nr. 29/2001
7. ágúst 2001