01. apríl 2008
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur til athugunar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs með neikvæðum vísbendingum
Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur til athugunar lánshæfiseinkunnir fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs með neikvæðum vísbendingum (e. credit watch with negative implications).
Fréttin hefur þegar birst á fréttaveitunni Bloomberg. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Standard & Poor's eru A+/A-1 fyrir skuldbindingar í erlendri mynt og AA/A-1+ fyrir skuldbindingar í íslenskum krónum.
Fréttatilkynningu Standard & Poor's má nálgast hér (pdf-skjal)