Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


09. október 2008
Gjaldeyrisskiptasamningar og višleitni til eflingar gjaldeyrisforša

 

9. október 2008

Bankastjórn Sešlabanka Ķslands:
Gjaldeyrisskiptasamningar og višleitni til eflingar gjaldeyrisforša

Naušsynlegt er aš koma į framfęri stašreyndum um gjaldeyrisskiptasamninga og eflingu gjaldeyrisforšans žvķ umręša um višleitni Sešlabankans til aš efla erlenda stöšu sķna ķ įr hefur veriš afar gagnrżnin og margt veriš sagt sem ekki į viš rök aš styšjast.

 

Skiptasamningar

Ķ mars 2008 leitaši Sešlabanki Ķslands til annarra sešlabanka um gerš gjaldeyrisskiptasamninga. Markmiš bankans var fyrst og fremst aš efla erlenda stöšu sķna og aš nżta lag sem žeir myndu gefa til žess aš taka erlend lįn į markaši ķ žvķ skyni aš efla hana enn frekar. Augljóst var, ķ žvķ erfiša įrferši sem rķkti, aš gjaldmišlaskiptasamningar myndu skipta miklu ķ žeirri įętlun.

Ķ upphafi var kannaš hvort danski sešlabankinn vęri reišubśinn til žess aš gera slķkan samning og voru višbrögšin jįkvęš. Žį var leitaš til Englandsbanka og var erindi Sešlabankans vel tekiš ķ fyrstu. Samskipti voru viš bankann undir lok mars og hreyfšist mįliš žaš vel um skeiš aš vinna var hafin viš gerš samnings. Einnig var leitaš til Sešlabanka Evrópu, Alžjóšagreišslubankans ķ Basel og Sešlabanka Bandarķkjanna auk sešlabanka Svķžjóšar og Noregs. Sešlabanki Evrópu kvašst ekki reišubśinn til žess aš ganga til samninga viš Sešlabanka Ķslands nema fyrir lęgi įlit Alžjóšagjaldeyrissjóšsins į efnahagsmįlum į Ķslandi og stöšu fjįrmįlakerfisins. Augljóst var aš samtöl fóru fram į milli Englandsbanka og Sešlabanka Evrópu um efniš og óskaši sį  fyrrnefndi einnig eftir įliti sjóšsins žegar hér var komiš sögu. Aš beišni Sešlabankans sendi sjóšurinn umsvifalaust tvo sérfręšinga til landsins og fóru žeir yfir efnahagsmįlin og stöšu fjįrmįlakerfisins.

Ķ tengslum viš vorfundi Alžjóšagjaldeyrissjóšsins ķ Washington ķ aprķl sl. įttu fulltrśar Sešlabankans fjölmarga fundi meš sérfręšingum sjóšsins auk funda meš bankastjórum Englandsbanka og norręnu sešlabankanna. Įlit sjóšsins lį fyrir rétt eftir lok žessara funda. Hann var sammįla įętlun Sešlabankans og taldi aš gjaldmišlaskiptasamningar myndu hafa žau įhrif sem bankinn vęnti og aušvelda honum aš sękja į alžjóšlegan lįnamarkaš fyrir hönd rķkissjóšs. Ķ višręšum viš ašra sešlabanka lagši Sešlabanki Ķslands jafnan įherslu į aš gjaldeyrisskiptasamningar žjónušu ekki ašeins hagsmunum Ķslands heldur einnig annarra vegna mikilla alžjóšlegra tengsla ķslenskrar fjįrmįlastarfsemi.

Į fundunum ķ Washington óskaši bankastjóri Englandsbanka eftir žvķ aš auk įlits Alžjóšagjaldeyrissjóšsins gerši Sešlabanki Ķslands grein fyrir framvindu efnahagsmįla og stöšu fjįrmįlakerfisins ķ eigin minnisblaši. Greinargerš hans og įlit Alžjóšagjaldeyrissjóšsins var hvort tveggja sent žremur norręnum sešlabönkum, Sešlabanka Evrópu, Englandsbanka og Sešlabanka Bandarķkjanna.

Žeim sem sżnt höfšu velvilja ķ upphafi snerist žó hugur og mešal meginröksemda žeirra var aš bankakerfiš į Ķslandi vęri allt of stórt og aš skiptasamningar myndu ekki skipta mįli. Augljóst var aš erlendu sešlabankarnir höfšu samrįš sķn į milli.

Višręšum var fram haldiš viš žrjį norręna sešlabanka og leiddu žęr į endanum til žeirra samninga sem tilkynntir voru um mišjan maķ. Ķ kjölfariš įtti formašur bankastjórnar Sešlabankans samtöl viš forsvarsmenn Sešlabanka Bandarķkjanna sem ekki leiddu til nišurstöšu.

 

Erlend lįnataka

Gjaldmišlaskiptasamningarnir viš norręnu sešlabankana žrjį höfšu jįkvęš įhrif į markaši. Ķ kjölfariš var afrįšiš aš leita žegar į alžjóšlegan skuldabréfamarkaš. Žrķr alžjóšlegir bankar voru fengnir til aš hafa forystu ķ žvķ mįli. Efnt var til naušsynlegra kynninga mešal fjįrfesta vķša um Evrópu ķ seinni hluta maķ og byrjun jśnķ. Ķ maķ höfšu markašsašstęšur batnaš verulega frį žvķ sem var ķ mars og fram ķ aprķl žegar žęr voru meš versta móti. Um žaš leyti sem kynningarferšinni lauk snerust markašir į nż og verulega žyngdi. Vegna eindreginna rįšlegginga forystubankanna žriggja var horfiš frį žvķ aš leita į markaš į žeim tķma enda hefšu kjörin oršiš žannig aš oršspor rķkissjóšs hefši bešiš hnekki af, m.a. meš hlišsjón af lįnshęfismati rķkissjóšs.  

Ķ jślķ hóf Sešlabankinn aš stękka foršann meš śtgįfu skammtķmavķxla į Evrópumarkaši. Um sama leyti var gengiš frį lįntöku hjį nokkrum erlendum bönkum. Ašstęšur į skuldabréfamarkaši bötnušu hins vegar ekki og žangaš var ekki fé aš sękja. Skilyrši į žeim markaši voru slęm ķ allt sumar og eru enn og engin leiš aš fara ķ skuldabréfaśtboš eša taka önnur lįn. Žaš er mikill misskilningur aš rķkissjóšur Ķslands hefši į žessum tķma getaš sótt fjįrhęšir sem einhverju skiptu į alžjóšlegan lįnamarkaš og lżsir vanžekkingu į ašstęšum.

Forsętis- og fjįrmįlarįšuneyti fylgdust jafnan vel meš og alla tķš var full samstaša um žessi mįl.

 

Gjaldeyrisskiptasamningar bandarķska sešlabankans

Ķ lok september gerši Sešlabanki Bandarķkjanna gjaldeyrisskiptasamninga viš žrjį norręna banka og žann įstralska. Bandarķski sešlabankinn įkvaš einhliša aš bjóša žį og gripu hinir bankarnir žį fegins hendi. Athygli vakti hér į landi aš Sešlabanki Ķslands var ekki mešal žeirra. Žegar tilkynnt var um samningana hafši Sešlabanki Ķslands žegar ķ staš samband viš bandarķska sešlabankann og leitaši eftir hlišstęšum samningi. Eftir nokkra ķhugun kvašst bandarķski bankinn ekki reišubśinn aš gera skiptasamning af žessu tagi viš Sešlabanka Ķslands aš svo stöddu en śtilokaši ekki aš žaš yrši sķšar.

Ķ byrjun október leitaši Sešlabankinn į nż til Sešlabanka Bandarķkjanna og óskaši eftir gjaldeyrisskiptasamningi. Įhersla var lögš į mikilvęgi žess frį sjónarhóli Sešlabankans aš sešlabanki į borš viš žann bandarķska gerši samning viš Sešlabanka Ķslands. Žaš myndi styrkja mjög erlenda stöšu bankans og hafa mjög góš įhrif į markaši. Ķ žvķ samhengi skipti fjįrhęšin ekki höfušmįli. Beišni Sešlabankans var tekin til gaumgęfilegrar athugunar og rędd į ęšstu stöšum. Į endanum var svariš hiš sama og fyrr į įrinu, fjįrmįlakerfiš į Ķslandi vęri svo stórt ķ hlutfalli viš žjóšarbśiš aš skiptasamningur yrši aš vera stęrri en svo aš bandarķski sešlabankinn sęi sér fęrt aš standa aš gerš hans. Ķ ķslenskum fjölmišlum hefur veriš haft eftir bandarķska sešlabankanum aš beišni Sešlabanka Ķslands hafi veriš illa skilgreind. Žetta stangast į viš svörin til Sešlabankans. Upplżsingar voru veittar bęši skriflega og meš sķmtölum, bęši viš bankann ķ New York og viš höfušstöšvar hans ķ Washington og įhersla var lögš į aš Sešlabankinn vęri fśs aš veita enn frekari upplżsingar ef bandarķski sešlabankinn teldi sig žurfa į aš halda. Eftir žeim var ekki óskaš.
© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli