Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


27. mars 2001
Yfirlżsing um veršbólgumarkmiš og breytta gengisstefnu

Ķ dag undirritušu forsętisrįšherra og bankastjórn Sešlabanka Ķslands yfirlżsingu um breytingar į fyrirkomulagi stjórnar peningamįla į Ķslandi og er hśn svohljóšandi:

Rķkisstjórn Ķslands og Sešlabanki Ķslands hafa įkvešiš eftirfarandi breytingar į fyrirkomulagi stjórnar peningamįla į Ķslandi sem taka gildi 28. mars 2001:

(1) Meginmarkmiš stjórnar peningamįla veršur stöšugleiki ķ veršlagsmįlum, eins og hann er skilgreindur hér aš nešan. Sešlabankanum ber žó einnig aš stušla aš fjįrmįlalegum stöšugleika og framgangi meginmarkmiša efnahagsstefnu rķkisstjórnarinnar aš svo miklu leyti sem hann telur žaš ekki ganga gegn meginmarkmiši hans um veršstöšugleika.

(2) Ķ staš žess aš miša peningastefnuna viš aš halda gengi krónunnar innan vikmarka mun Sešlabankinn hér eftir miša hana viš aš halda veršbólgu innan įkvešinna marka sem nįnar eru tilgreind hér aš nešan.

(3) Meš ofangreindri breytingu eru nśverandi vikmörk gengis ķslensku krónunnar afnumin. Gengiš mun žó įfram verša mikilvęg višmišun peningastefnunnar.

(4) Rķkisstjórnin veitir Sešlabankanum fullt svigrśm til aš beita stjórntękjum sķnum ķ žvķ skyni aš nį veršbólgumarkmiši sķnu.

(5) Sķšar ķ žessari viku mun rķkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga um Sešlabanka Ķslands sem felur ķ sér aš lögfestar verša ofangreindar įkvaršanir um stöšugleika ķ veršlagsmįlum sem meginmarkmiš peningastefnunnar og um sjįlfstęši Sešlabankans til aš beita stjórntękjum sķnum.

(6) Veršbólgumarkmiš Sešlabankans mun mišast viš 12 mįnaša breytingu vķsitölu neysluveršs eins og hśn er nś reiknuš af Hagstofu Ķslands. Žį veršur žess fariš į leit viš Hagstofuna aš hśn reikni eina eša fleiri vķsitölur sem nota mį til aš meta undirliggjandi veršlagsžróun, eins og nįnar veršur samiš um į milli Hagstofunnar og Sešlabanka Ķslands. Sešlabankinn mun hafa hlišsjón af slķkum vķsitölum viš mat į stöšu veršlagsmįla og framkvęmd peningastefnunnar.

(7) Sešlabankinn mun  stefna aš žvķ aš įrleg veršbólga, reiknuš sem hękkun vķsitölu neysluveršs į 12 mįnušum, verši aš jafnaši sem nęst 2½%.

(8) Vķki veršbólga meira en ±1½% frį settu marki ber bankanum  aš nį veršbólgu svo fljótt sem aušiš er inn fyrir žau mörk aš nżju. Jafnframt ber bankanum aš senda greinargerš til rķkisstjórnar žar sem fram kemur hver įstęša frįvikanna er, hvernig bankinn hyggst bregšast viš og hve langan tķma hann telur žaš taka aš nį veršbólgumarkmišinu aš nżju. Greinargerš bankans veršur birt opinberlega.

(9) Sešlabankinn skal stefna aš žvķ aš nį markmišinu um 2½% veršbólgu eigi sķšar en ķ įrslok 2003. Į įrinu 2001 skulu efri mörk veršbólgunnar vera 3½% fyrir ofan veršbólgumarkmišiš en 2% į įrinu 2002. Nešri mörkin verša 1½% nešan viš markmišiš į žessum įrum og framvegis. Fari veršbólgan śt fyrir žessi mörk į įrunum 2001 og 2002 kemur til višbragša ķ samręmi viš 8. töluliš.

(10) Žrįtt fyrir afnįm vikmarka gengisstefnunnar mun Sešlabankinn grķpa inn ķ žróun gjaldeyrismarkašar meš kaupum og sölu gjaldeyris telji hann žaš naušsynlegt til aš stušla aš ofangreindum markmišum um veršbólgu eša ef hann telur aš gengissveiflur geti ógnaš fjįrmįlalegum stöšugleika.

(11) Sešlabankinn skuldbindur sig til aš gera įrsfjóršungslega veršbólguspį žar sem spįš er tvö įr fram ķ tķmann. Skal spįin birtast ķ įrsfjóršungslegu riti bankans. Žar skal einnig koma fram mat bankans į helstu óvissužįttum tengdum spįnni. Jafnframt mun bankinn gera grein fyrir mati sķnu į stöšu og horfum ķ efnahagsmįlum.

(12) Sešlabankinn mun ķ ritum sķnum gera grein fyrir žvķ hvernig til hefur tekist viš aš nį veršbólgumarkmiši bankans. Jafnframt mun bankastjórn Sešlabanka Ķslands gera rįšherra, rķkisstjórn, einstökum rįšherrum og nefndum Alžingis grein fyrir stefnu bankans ķ peningamįlum og mati hans į stöšu og horfum ķ efnahagsmįlum.

Nįnari upplżsingar veitir Birgir Ķsleifur Gunnarsson formašur bankastjórnar Sešlabanka Ķslands ķ sķma 569-9600.

 

Nr. 14/2001
27. mars 2001


 

© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli