Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


08. febrúar 2001
Moody's stađfestir óbreytt lánshćfismat íslenska ríkisins

Bandaríska matsfyrirtćkiđ Moody's í New York sendi frá sér frétt 7. febrúar sl. ţar sem tilkynnt er ađ fyrirtćkiđ hafi stađfest lánshćfismat sitt fyrir Ísland. Í fréttinni segir Moody's ađ horfur um lánshćfismatiđ séu taldar stöđugar í nýrri skýrslu fyrirtćkisins um Ísland. Ţessi niđurstađa endurspeglar verulega bćtta skuldastöđu opinbera geirans og stađfestu stjórnvalda í hagstjórn sem lagt hefur grunn ađ öflugum hagvexti, stöđugleika og miklum lífskjarabata á liđnum árum. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar á síđasta áratug hafa faliđ í sér styrkingu á fjármálum hins opinbera, aukiđ frjálsrćđi á fjármála og vörumarkađi, aukna fjölbreytni í framleiđslu og útflutningi, bćtta stjórn fiskveiđa og frjálslyndari viđhorf til erlendrar fjárfestingar.

Moody's varar á hinn bóginn viđ ţví ađ miklum hagvexti hafi fylgt alvarlegt ójafnvćgi í ţjóđarbúskapnum sem gćti grafiđ undan efnahagslegum stöđugleika á komandi tíđ. Hjöđnunin sem nú er hafin veldur ráđamönnum vanda í ljósi mikils ađhalds peningamála, tiltölulega ađhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum og mikils viđskiptahalla. Miklar erlendar lántökur banka og fyrirtćkja verđa ţyngri í skauti vegna um ţađ bil 10% lćkkunar á gengi krónunnar á síđasta ári. Ţetta vekur ugg um afkomu ţessara fyrirtćkja ef gengiđ lćkkar frekar á komandi misserum.

Ţrátt fyrir ţessi varnađarorđ leggur Moody's áherslu á ađ geta íslenskra stjórnvalda til ađ greiđa erlendar skuldir samrćmist lánshćfiseinkunninni Aa3 um ţessar mundir. Ađgangur ađ erlendu lánsfé frá erlendum bönkum og norrćnum seđlabönkum er mjög góđur og skilvísi er ekki dregin í efa. Af ţessum ástćđum eru taldar horfur á óbreyttri lánshćfiseinkunn ţrátt fyrir áhyggjur af erlendri stöđu og hugsanlegum erfiđleikum í greiđslujöfnuđi eđa gjaldeyrismálum. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ísleifsson framkvćmdastjóri alţjóđasviđs bankans í síma 569-9600.

 

Nr. 7/2001
8. febrúar 2001

© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli