Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


06. janúar 2009
Gengisvísitölur

Eins og áđur hefur veriđ greint frá hćtti Seđlabanki Íslands ađ reikna og birta svonefnda gengis­skráningarvísitölu nú um áramótin. Hins vegar verđur haldiđ áfram ađ birta á heima­síđu bankans fjórar ađrar gengis­vísitölur svo sem gert hefur veriđ sl. tvö ár, sbr. frétt bankans frá 30. nóvember 2006[1].

 

Ákveđiđ hefur veriđ ađ breyta grunni einnar ţeirra fjögurra ţannig ađ 2. janúar 2009 taki hún sama gildi og gengis­skrán­ingarvísitalan. Ţannig myndast framhald ţeirrar talnarađar sem oft er vitnađ til ţegar fjallađ er um gengi. Sú sem varđ fyrir valinu nefnist gengisvísitala međ ţröngri viđskiptavog. Af vísitölunum fjórum er hún líkust gömlu vísi­tölunni ađ uppbyggingu.

 

Ţröng viđskiptavog er reiknuđ út frá vöruviđskiptum viđ öll lönd sem vega ađ minnsta kosti 1% í vöruviđskipum Íslands undangengin ţrjú ár. Einnig er tekiđ tillit til hlutfalls ferđamennsku í ţjónustu­viđ­skiptum. Skipting tekna af ferđamennsku er áćtluđ út frá landa­skipt­ingu gistinátta erlendra ferđamanna á hótelum og gistiheimilum, en gjöldin byggja á landaskiptingu kreditkortanotkunar Íslendinga erlendis.

 

 [1] Sbr. einnig greinargerđ hér:
/?PageID=656 (Uppfćrsla gengisvoga og nýjar gengisvísitölur)

 

Nr. 1/2009

6. janúar 2009
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli