Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


08. aprķl 2009
Yfirlżsing peningastefnunefndar Sešlabanka Ķslands: Įfram dregiš varlega śr peningalegu ašhaldi

Peningastefnunefnd Sešlabanka Ķslands hefur įkvešiš aš lękka stżrivexti bankans um 1,5 prósentur ķ 15,5%. Nišurstaša funda nefndarinnar ķ mars sl. var aš skilyrši vęru til žess aš draga śr peningalegu ašhaldi. Framvinda efnahagsmįla frį 19. mars sl. hefur ķ stórum drįttum veriš ķ samręmi viš žį nišurstöšu.

Sem fyrr er gengisstöšugleiki skammtķmamarkmiš peningastefnunnar viš nśverandi ašstęšur, žótt stöšugt veršlag sé markmiš hennar til lengri tķma litiš. Žaš stafar einkum af žvķ aš naušsynlegt er aš verja viškvęman efnahag heimila og fyrirtękja į tķmum endurskipulagningar efnahagslķfsins.

Gengi krónu hefur lękkaš um tęplega 9% frį 19. mars. Lękkun krónunnar viršist mega rekja til tķmabundinna žįtta, t.d. tiltölulega mikilla įrstķšarbundinna vaxtagreišslna af krónuskuldabréfum og innstęšum ķ eigu erlendra ašila. Žótt afgangur hafi veriš į vöru- og žjónustuvišskiptum viš śtlönd rķkir enn mikil óvissa um višskiptajöfnušinn ķ heild. Aš auki eru vķsbendingar um aš fariš hafi veriš ķ kringum gjaldeyrishöftin. Stjórnvöld hafa brugšist viš žvķ meš breytingu į višeigandi lögum.

Peningastefnunefndin telur ólķklegt aš įkvöršun hennar um aš lękka stżrivexti bankas um eina prósentu hinn 19. mars hafi haft veruleg įhrif į gengi krónunnar. Sį vaxtamunur sem er til stašar milli krónunnar og helstu gjaldmišla ętti aš gefa svigrśm til įframhaldandi hęgfara slökunar peningalegs ašhalds įn žess aš žaš grafi undan stöšugleika krónunnar. Frį lokum sķšasta įrs hefur munur innlendra stżrivaxta og stżrivaxta į evrusvęšinu aukist lķtillega.

Veršbólgužrżstingur er enn į undanhaldi. Vķsitala neysluveršs lękkaši um 0,6% milli mįnaša ķ mars. Veršbólga nam 15,2% og hafši minnkaš śr 18,6% ķ janśar. Hjöšnun veršbólgunnar tengist snörpum samdrętti innlendrar eftirspurnar og hagstęšri gengisžróun.

Eftirspurn eftir hśsnęši hefur veriš afar lķtil og skilaš sér ķ lękkun hśsnęšislišar vķsitölu neysluveršs. Vķsbendingar um innlenda eftirspurn, svo sem tölur um veltu, benda til įframhaldandi samdrįttar innlendrar eftirspurnar į fyrsta fjóršungi įrsins. Višhorfsvķsitala fyritękja hefur hękkaš lķtillega frį sögulegu lįgmarki. Įfram dregur śr eftirspurn į vinnumarkaši, atvinnulausum fjölgar hratt og launažrżstingur er óverulegur. Peningastefnunefndin telur žessa žróun benda til žess aš įfram muni draga hratt śr veršbólgu, u.ž.b. ķ samręmi viš spį Sešlabankans ķ janśar. Veršbólgvęntingar fyrirtękja hafa jafnframt lękkaš hratt.

Gengishękkun krónunnar ķ janśar og febrśar stušlaši aš žvķ aš hratt dró śr veršbólgu. Žótt gengiš hafi lękkaš į nż ķ marsmįnuši, er ekki lķklegt aš žaš hęgi verulega į hjöšnun veršbólgunnar, enda hefur samdrįttar innlendrar eftirspurnar veriš mjög snarpur. Ķ ljósi langtķmagrunnžįtta er lķklegt aš krónan nįi sér į strik į nż, og vęri žaš ķ samręmi viš mat peningastefnunefndarinnar viš vaxtaįkvöršun ķ marsmįnuši.

Höft į fjįrmagnshreyfingar koma ķ veg fyrir óstjórnlegt śtflęši fjįrmagns. Höftin eru óheppilegur, en óhjįkvęmilegur žįttur efnahagsįętlunar sem hefur žaš aš markmiši aš verja viškvęma efnahagsreikninga og stušla aš sjįlfbęrum efnahagsbata. Ķ yfirlżsingu peningastefnunefndarinnar frį 19. mars sl. er greint frį žeirri nišurstöšu hennar aš naušsynleg skilyrši žess aš aflétta höftunum vęru ekki enn fyrir hendi. Betri upplżsingar um greišslujöfnuš viš śtlönd, stöšu hins opinbera til langs tķma litiš og įrangur viš endurreisn fjįrmįlakerfisins eru forsendur žess aš taka stór skref ķ įtt til afnįms haftanna. Innlendar og erlendar ašstęšur gefa enn sem komiš ekki fęri į afnįmi haftanna įn verulegrar hęttu į óstöšugleika. Sešlabankinn mun eigi aš sķšur leggja reglulega mat į skilvirkni žeirra og leita leiša til aš draga śr žeim ķ įföngum žegar skilyrši skapast til žess.

Nęsta yfirlżsing peningastefnunefndarinnar veršur birt 7. maķ 2009.

Nr. 13/2009
8. aprķl 2009
© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli