Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


15. desember 1999
Bandarísk matsfyrirtćki stađfesta mat sitt á lánshćfi íslenska ríkisins

Bandarísku matsfyrirtćkin Moody's Investors Service og Standard & Poor's hafa stađfest mat sitt á lánshćfi íslenska ríkisins. Síđdegis í gćr gaf Moody's út frétt ţessa efnis og Standard & Poor's í dag.

Mat Moody's Investors Service
Í yfirskrift fréttar Moody's segir ađ mikill hagvöxtur á Íslandi veki áhyggjur um ofhitnun í hagkerfinu. Í nýrri skýrslu um Ísland leggur fyrirtćkiđ áherslu á ađ velheppnađar skipulagsumbćtur skjóti stođum undir lánshćfismatiđ. Lánshćfiseinkunnir ríkisins eru Aa3 á langtímaskuldbindingum og P-1 á skammtímaskuldbindingum í erlendri mynt. Á skuldbindingum í krónum fćr ríkiđ hćstu einkunnir sem eru Aaa og P-1. Styrking opinberra fjármála og aukiđ frelsi í efnahags- og fjármálalífi hafa lađađ ađ umtalsvert erlent fjármagn og aukiđ fjölbreytni í gjaldeyrisöflun. Hefur ţetta leitt til mikils hagvaxtar og tekjuaukningar. Moody's bendir hins vegar á ađ aukin umsvif í hagkerfinu skapi viđamikil viđfangsefni fyrir stjórnvöld ţar sem hagvöxtur sé meiri en framleiđslugetan stendur undir. Moody's lýsir vaxandi áhyggjum af ofhitnun hagkerfisins sem endurspeglast í viđskiptahalla, útlánaţenslu og verđbólgu.

Í skýrslu Moody's er rakin viđleitni stjórnvalda til ţess ađ minnka innlenda eftirspurn međ ţví ađ hćkka vexti og leyfa gengi krónunnar ađ hćkka. Auk ţess hafi ráđstafanir veriđ gerđar til ađ draga úr fjárfestingu hins opinbera á nćsta ári. Ţrátt fyrir ţetta hafi hagvöxtur og ţensla á vinnumarkađi undanfarin tvö ár leitt til verulegrar hćkkunar raunlauna, einkum hjá hinu opinbera. Verđbólga hafi aukist úr 1-1,5% árin 1997 og 1998 í yfir 5% á ţriđja ársfjórđungi 1999. Međ tilliti til stöđu hagsveiflunnar telur Moody's ađ enn kunni nokkuđ ađ skorta á ađ efnahagsstefnan sé nćgilega ađhaldssöm til ţess ađ hemja eftirspurn.

Moody's lýsir áhyggjum af ađ skorta muni á ađhald í launamálum, sérstaklega í komandi kjaraviđrćđum. Bent er á ađ erlend skuldahlutföll hafa versnađ ţrátt fyrir ađ ţjóđarframleiđsla og útflutningur hafi vaxiđ ört. Erlendar skuldir ríkissjóđs hafi minnkađ en erlendar skuldir einkageirans og bankanna vaxiđ hratt og hrađar en ţörf er á til ađ fjármagna mikinn viđskiptahalla viđ útlönd. Auk ţess sé verulegur hluti skuldanna til skamms tíma. Á móti komi ađ vöxtur erlendra eigna innlendra stofnanafjárfesta vegi ríflega upp vöxt erlendra skulda ţannig ađ hreinar erlendar skuldir séu minni nú en áriđ 1994.

Ađ mati Moody's eru horfur um lánshćfismat Íslands óbreyttar. Fyrirtćkiđ mun ţó fylgjast náiđ međ vćntanlegum kjarasamningum til ađ meta hvort stöđugleikanum verđi ógnađ af umframeftirspurn. Takist ekki ađ hemja launahćkkanir í kjaraviđrćđunum sem hefjast í febrúar kunni horfur um lánshćfismat ađ versna.


Mat Standard & Poor's
Standard & Poor's hefur stađfest óbreytt lánshćfismat íslenska ríkisins. Matiđ er A+ á langtímaskuldbindingum og A-1+ á skammtímaskuldbindingum í erlendri mynt. Einnig voru stađfestar jákvćđar horfur um hćkkun lánshćfismatsins. Matiđ á innlendum skuldbindingum er AA+ og A-1+.

Standard & Poor's segir eftirfarandi atriđi skjóta stođum undir matiđ og jákvćđar horfur um hćkkun ţess:

· Stađa opinberra fjármála er sterk. Ađhaldssöm fjármálastjórn og mikill hagvöxtur hafa leitt til ţess ađ lítilsháttar afgangur hefur veriđ í rekstri hins opinbera síđan 1997, um 1,3% af vergri landsframleiđslu áriđ 1999, auk ţess sem skuldir hins opinbera séu hóflegar - um 43% af vergri landsframleiđslu áriđ 1999.

· Skynsamleg hagstjórn hefur skapađ hagfellt efnahagslegt umhverfi međ lítilli verđbólgu, stöđugum gjaldmiđli, miklum hagvexti og ţjóđartekjum á mann sem eru á međal ţeirra hćstu sem um getur af löndum sem hlotiđ hafa opinbert lánshćfismat.

· Langvarandi félagslegur og stjórnmálalegur stöđugleiki međ breiđri ţverpólitískri samstöđu um skynsamlega hagstjórn.

Ađ mati Standard & Poor's takmarkast lánshćfismat á skuldbindingum til langs tíma af eftirfarandi ţáttum:

· Mikil erlend skuldabyrđi og veik erlend lausafjárstađa. Hrein erlend skuldastađa sem svarar til 168% af útflutningi og erlend fjármögnunarţörf (reiknuđ sem viđskiptahalli auk afborgana af erlendum langtímalánum og erlendra skammtímaskulda) sem svarar til 420% af gjaldeyrisvarasjóđi er meiri en í öđrum löndum međ lánshćfismatiđ A og AA. Ţessi stađa gćti skapađ vanda ef skyndileg breyting yrđi á trausti bankakerfisins eđa viđskiptahallinn minnkađi ekki.

· Smćđ hagkerfisins og hve opiđ ţađ er og háđ útflutningi sjávarafurđa og áls gerir ţađ viđkvćmt fyrir ytri áföllum ţrátt fyrir bćtta fiskveiđistjórnun og vaxandi fjölbreytni efnahagslífsins.

Hćrra mat á skuldbindingum í innlendri mynt og óbreytt útlit endurspegla sterk tök stjórnvalda á peningakerfinu og skattheimtu.

Jákvćđar horfur um lánshćfismatiđ í erlendri mynt endurspegla ţá skođun Standard & Poor's ađ framhald skynsamlegrar hagstjórnar og skipulagsumbóta muni efla innviđi hagkerfisins og fjárhagslega stöđu landsins og ţar međ gera ţví kleift ađ bregđast betur viđ ytri áföllum. Búist er viđ hćkkun lánshćfismatsins á nćstunni takist stjórnvöldum ađ hemja ofţenslu og draga úr viđskiptahalla sem leitt hefur til vaxandi erlendra skulda. Lánshćfi myndi einnig eflast ef traustum fjárhag hins opinbera vćri viđhaldiđ yfir hagsveifluna og skipulagsumbótum haldiđ áfram, einkum einkavćđingu ríkisbankanna. Standard & Poor's segir hins vegar ađ mikil hćkkun erlendra skulda, lausatök í opinberum fjármálum og/eđa vandrćđi í bankakerfi myndu standa í vegi fyrir hćkkun á lánshćfismatinu.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ísleifsson framkvćmdastjóri alţjóđasviđs Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

Frétt nr. 81/1999
15. desember 1999

© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli