Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


24. nóvember 1999
Nýtt ársfjórđungsrit Seđlabanka Íslands-haustskýrsla 1999

Á hverju hausti frá 1987 hefur Seđlabanki Íslands birt mat sitt á stöđu og horfum í efnahags- og peningamálum. Undanfarin ár hefur greinargerđ bankans gengiđ undir nafninu Haustskýrsla Seđlabanka Íslands. Eins og ţegar hefur veriđ greint frá hafa ađ undanförnu stađiđ yfir breytingar á útgáfum Seđlabanka Íslands. Útgáfu Hagtalna mánađarins og Economic Statistics hefur veriđ hćtt og í stađinn hafin útgáfa annars vegar á Hagtölum Seđlabankans og hins vegar á ársfjórđungsritinu Peningamál sem einnig verđur gefiđ út á ensku undir heitinu Quarterly Monetary Bulletin.

Í Hagtölum Seđlabankans eru eingöngu birtar talnalegar upplýsingar og er ţeim einkum miđlađ um heimasíđu bankans á veraldarvefnum (www.sedlabanki.is). Ţćr eru endurnýjađar á hverjum mánudegi eftir ţví sem tilefni gefst til.

Í Peningamálum verđur auk talnalegra upplýsinga rými fyrir enn ítarlegri umfjöllun um ýmsa ţćtti efnahags- og peningamála en var í Hagtölum mánađarins.

Fyrsta tölublađ Peningamála er ađ koma út og verđur birt á heimasíđu bankans síđdegis í dag. Í ţessu fyrsta tölublađi birtist mat bankans á stöđu og horfum í efnahags- og peningamálum um ţessar mundir og ţví leysir ţađ af hólmi haustskýrslu undanfarinna ára. Í ritinu eru kaflar um ţróun og horfur í efnahags- og peningamálum og um fjármálamarkađi og ađgerđir Seđlabankans. Í inngangi skýrslunnar er megin bođskapur bankans dreginn saman í stuttu máli.

Auk framangreindra kafla er birt í ritinu erindi Birgis Ísl. Gunnarssonar formanns bankastjórnar Seđlabanka Íslands á ađalfundi Sambands íslenskra sparisjóđa 8. október sl. og grein Jóns Steinssonar um Evrukerfiđ. Í erindi sínu fjallađi Birgir Ísleifur m.a. um stefnu Seđlabankans, lausafjárreglur, útlánaţróun og leikreglur á innlendum fjármálamarkađi.

Ţess má geta ađ Birgir Ísl. Gunnarsson mun kynna mat bankans sem birtist í ritinu á morgunverđarfundi Verslunarráđs Íslands á morgun, fimmtudaginn 25. nóvember.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 75/1999
24. nóvember 1999
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli