Mynd af Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands


09. júní 2010
Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða leiðrétt 2009 og á fyrsta ársfjórðungi 2010

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt leiðrétt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd og stöðu þjóðarbúsins 2009 og á fyrsta ársfjórðungi 2010 .

Bein fjárfesting erlendis var leiðrétt fyrir oftöldum skuldum við tengda aðila í árslok 2009 og fjárinnstreymi vegna þess á síðasta fjórðungi ársins 2009. Þá var endurfjárfestur hagnaður leiðréttur á árinu 2009. Endanlegar tölur um beina fjárfestingu 2009 er ekki að vænta fyrr en í september n.k.

Sjá fréttatilkynninguna í heild sinni hér: Greiðslujöfnuður við útlönd, fréttatilkynning

Nr. 16/2010
9.júní 2010




© 2005 Seðlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvæn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli