Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


22. júní 2010
Ríkissjóđur leysir til sín skuldabréf í evrum og gjaldeyrisforđinn styrktur

Ríkissjóđur hefur ákveđiđ ađ leysa til sín skuldabréf í evrum međ gjalddaga 2011 og 2012. Alls námu kaupin 160 milljónum evra af fyrra bréfinu og 32 milljónum evra af síđara bréfinu, ađ nafnvirđi.

Jafnframt hefur veriđ ákveđiđ ađ draga á tvíhliđa lán sem samiđ var um viđ Danmörku, Finnland, Noreg, Pólland og Svíţjóđ í tengslum viđ efnahagsáćtlun stjórnvalda. Heildarfjárhćđin nemur jafnvirđi 639 milljóna evra og bćtist sú fjárhćđ viđ gjaldeyrisforđa Seđlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Már Guđmundsson seđlabankastjóri á kynningarfundi sem haldinn verđur í Seđlabanka Íslands kl. 11 miđvikudaginn 23. júní 2010 í tilefni af vaxtaákvörđun peningastefnunefndar.

Nr. 17/2010

22. júní 2010
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli