Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


01. október 1999
Breytingar á útgáfumálum Seđlabanka Íslands

Seđlabanki Íslands mun á nćstu mánuđum koma nýrri skipan á útgáfu rita bankans. Síđasta tölublađ Hagtalna mánađarins, sem bankinn hefur gefiđ út í aldarfjórđung, kemur út í dag. Economic Statistics, sem ársfjórđungslega hefur birt haggögn og fréttir af íslensku efnahagslífi á ensku, kom út í síđasta sinn í ágúst sl. Ný rit á íslensku og ensku auk töflusafns á heimasíđu bankans leysa eldri ritin af hólmi.
Upp úr miđjum október nćstkomandi er áformađ ađ Seđlabankinn hefji útgáfu talnaefnis á veraldarvefnum (www.sedlabanki.is). Ţar munu vikulega birtast nýjar tölfrćđilegar upplýsingar. Ţeir sem ţess óska geta gerst áskrifendur ađ fjölritađri mánađarlegri útgáfu af talnaefninu gegn greiđslu áskriftargjalds. Fyrir ţá sem hafa greiđan ađgang ađ veraldarvefnum verđur hins vegar handhćgara og ódýrara ađ nálgast töflusafniđ á heimasíđu bankans.
Í nóvember nćstkomandi mun Seđlabankinn hefja útgáfu nýs ársfjórđungsrits sem koma mun út ţví sem nćst samtímis á íslensku og ensku. Áskrifendur Hagtalna mánađarins munu sjálfkrafa fá fyrsta ársfjórđungsritiđ sent sér ađ kostnađarlausu, en áskriftargjald verđur innheimt frá og međ áramótum, eins og nánar verđur tilkynnt um í fyrsta tölublađi ritsins. Hiđ nýja rit verđur ađ sjálfsögđu einnig ađgengilegt á vefsetri bankans án endurgjalds og fyrr en hin prentađa útgáfa.
Tilgangur ofangreindra breytinga er ađ skapa öflugri vettvang fyrir Seđlabankann til ţess ađ gera grein fyrir stefnu sinni og miđla upplýsingum til almennings. Breytingarnar munu gera bankanum kleift ađ koma til móts viđ kröfur um gagnsć vinnubrögđ viđ mótun peningastefnunnar og tímanlega miđlun upplýsinga.
Áskriftarsími Seđlabanka Íslands er 569-9785.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabanka Íslands, Már Guđmundsson ađalhagfrćđingur bankans varđandi ársfjórđungsrit og Sveinn E. Sigurđsson, framkvćmdastjóri tölfrćđisviđs bankans varđandi útgáfu töflusafns, í síma 569-9600.

Nr. 62/1999
1. október 1999




© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli