Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


09. september 1999
Greiđslujöfnuđur viđ útlönd janúar-júní 1999

Samkvćmt bráđabirgđauppgjöri Seđlabanka Íslands varđ 19,6 milljarđa króna viđskiptahalli viđ útlönd á fyrri helmingi ársins samanboriđ viđ 21,2 milljarđa króna halla á sama tíma í fyrra. Innstreymi fjár mćldist 16,5 milljarđar króna á fyrri árshelmingi 1999 og skýrist ţađ af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu lánastofnana og atvinnufyrirtćkja í útlöndum. Útstreymi fjár vegna erlendra verđbréfakaupa nam 18,3 milljörđum króna og innlánsstofnanir juku erlendar eignir sínar, ađrar en verđbréf, umtalsvert á fyrri hluta ársins. Gjaldeyrisforđi Seđlabankans jókst á sama tíma um 0,7 milljarđa króna og nam 31,1 milljarđi króna í lok júní 1999.

Kaup og sala flugvéla og skipa valda iđulega miklum sveiflum í utanríkisviđskiptum. Á fyrri helmingi ársins nam innflutningur skipa og flugvéla 2,7 milljörđum króna umfram útflutning ţeirra samanboriđ viđ 5,7 milljarđa króna í fyrra. Í heild jókst útflutningur vöru og ţjónustu um 7,8% á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra en innflutningur um 3,6%. Samtals var hallinn á vöru- og ţjónustuviđskiptum rúmlega 3 milljörđum króna minni á fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra, en hallinn á ţáttatekjum og rekstraframlögum nettó var um 1,7 milljarđa króna meiri. (Ţáttatekjur eru laun, vextir og arđgreiđslur, en rekstrarframlög eru t.d. opinber framlög til alţjóđastofnana, gjafir, styrkir, skađabćtur og skattar lögađila.)

 Taflan ađ neđan sýnir samandregiđ ársfjórđungslegt yfirlit um greiđslujöfnuđinn viđ útlönd. Á međfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiđslujöfnuđinn og erlenda stöđu ţjóđarbúsins.

Greiđslujöfnuđur viđ útlönd í milljörđum króna

Greiđslujöfnuđur viđ útlönd

Erlend stađa ţjóđarbúsins

Nr. 56/1999
9. september 1999
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli