Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


06. september 1999
Helstu liđir í efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands

Međfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands í lok ágúst 1999 og til samanburđar í lok desember 1998 ásamt breytingum í ágúst og frá ársbyrjun.
 Gjaldeyrisforđi Seđlabankans dróst saman um 1,8 milljarđa króna í ágúst og nam í lok mánađarins 31,6 milljörđum króna (jafnvirđi 434 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánađarlok). Frá ársbyrjun hafđi forđinn styrkst um 1,8 milljarđa króna. Seđlabankinn átti engin viđskipti á innlendum millibankamarkađi međ gjaldeyri í ágúst. Rýrnun gjaldeyrisforđans í mánuđinum skýrist af endurgreiđslu erlends langtímaláns bankans. Erlend skammtímalán bankans jukust, en nokkru minna en sem nam endurgreiđslu langtímalánsins. Í lok ágúst námu erlend langtímalán bankans 1,3 milljörđum króna og höfđu lćkkađ um 3,8 milljarđa króna frá ársbyrjun. Erlend skammtímalán bankans námu 2,5 milljörđum króna og höfđu lćkkađ um 1,4 milljarđa króna frá ársbyrjun. Gengi íslensku krónunnar, mćlt međ vísitölu gengisskráningar, hćkkađi um 0,6% í mánuđinum.
Heildareign Seđlabankans í markađsskráđum verđbréfum nam 10,2 milljörđum króna í ágústlok miđađ viđ markađsverđ og lćkkađi um 1,4 milljarđa króna í mánuđinum. Breytingin fólst öll í sölu og innlausn ríkisvíxla, en í lok mánađarins nam ríkisvíxlaeign bankans 3,9 milljörđum króna.
Kröfur Seđlabankans á innlánsstofnanir hćkkuđu um 2,6 milljarđa í ágúst og námu ţćr 17,6 milljörđum í lok mánađarins. Kröfur á ađrar fjármálastofnanir hćkkuđu einnig um 2,6 milljarđa króna í mánuđinum, einkum vegna endurhverfra viđskipta, og voru 7,9 milljarđar króna í lok hans.
Nettókröfur bankans á ríkissjóđ og ríkisstofnanir lćkkuđu um 4,9 milljarđa króna í ágúst og voru ţćr neikvćđar um 6,9 milljarđa króna í lok mánađarins. 
Grunnfé bankans dróst saman um 3 milljarđa króna í mánuđinum og nam ţađ 23,8 milljörđum króna í lok hans.
 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabanka Íslands og Erla Árnadóttir ađalbókari í síma 569-9600.

Helstu liđir í efnahagsreikningi Seđlabankans í milljónum króna

Nr. 54/1999
6. september 1999
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli