Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


15. júní 1999
Seđlabanki Íslands hćkkar vexti

Bankastjórn Seđlabanka Íslands hefur ákveđiđ ađ hćkka vexti bankans í viđskiptum viđ lánastofnanir. Ávöxtun í endurhverfum viđskiptum verđur hćkkuđ um 0,5 prósentustig í 8,4% á nćsta uppbođi og ađrir vextir bankans í viđskiptum viđ lánastofnanir hćkka samsvarandi frá 21. júní nk.

Ađ undanförnu hefur gćtt vaxandi ţrýstings til hćkkunar verđlags og hefur hann birst í töluverđri hćkkun vísitölu neysluverđs síđustu mánuđi. Hćkkunin stafar ađ hluta af sérstökum tilefnum, svo sem hćkkun á verđi olíuafurđa á alţjóđamörkuđum og árstíđabundnum ţáttum, en einnig virđist mikil innlend eftirspurn hafa leitt til hćkkunar á verđi vöru og ţjónustu. Ađstćđur hafa ţví breyst frá ţví ađ Seđlabankinn hćkkađi vexti í febrúar sl. Ţá var útlit var fyrir ađ verđbólga á árinu yrđi um 2% en nú virđist sem hún gćti orđiđ meiri en 3% ađ óbreyttu.

Seđlabanki Íslands telur afar mikilvćgt ađ áfram ríki stöđugleiki í verđlagsmálum og mun ţví enn beita ströngu ađhaldi í peningamálum eins og ađ undanförnu. Tilgangur vaxtahćkkunar bankans nú er ađ draga úr vexti innlendrar eftirspurnar, styrkja gengi krónunnar og ţar međ ađ stuđla ađ ţví ađ verđbólga verđi minni en ella.

Auk ţess ađ hćkka vexti í febrúar sl. lagđi Seđlabanki Íslands sem kunnugt er lausafjárkvöđ á lánastofnanir og tóku reglur um hana gildi 21. mars sl. Lausafjárkvöđin hemur útlánagetu lánastofnana og kemur til framkvćmda í áföngum frá 21. mars sl. til 21. júlí nk. en frá ţeim tíma gildir hún af fullum ţunga.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formađur bankastjórnar Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 36/1999
15. júní 1999

© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli