Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


23. febrúar 1999
Seđlabanki Íslands hćkkar vexti og leggur lausafjárkvöđ á lánastofnanir

Bankastjórn Seđlabanka Íslands hefur ákveđiđ ađ hćkka vexti í viđskiptum bankans viđ lánastofnanir. Ávöxtun í endurhverfum viđskiptum verđur hćkkuđ um 0,4% á nćsta uppbođi, ávöxtun daglána hćkkar ţegar í stađ um 0,4% og vextir af innstćđum lánastofnana í Seđlabankanum um 0,4%. Ţá hyggst bankastjórn Seđlabankans leggja lausafjárkvöđ á lánastofnanir og verđa reglur um hana stađfestar á nćstu dögum. Ţessar ađgerđir hafa ţann tilgang ađ hamla gegn miklum vexti innlendrar eftirspurnar, styrkja gjaldeyrisforđa, draga úr útlánaaukningu og draga úr áhćttu tengdri fjármögnun bankakerfisins.

Innlend eftirspurn hefur vaxiđ hratt ađ undanförnu og endurspeglast m.a. í miklum innflutningi. Viđ ţau skilyrđi sem nú ríkja í ţjóđarbúskapnum, sem einkennast af hárri nýtingu framleiđslugetu og litlu atvinnuleysi, gćti áframhaldandi mikill eftirspurnarvöxtur raskađ ţeim verđstöđugleika sem hér hefur ríkt ađ undanförnu. Vöxtur peningastćrđa og útlána gefur vísbendingu um undirliggjandi vöxt eftirspurnar en kyndir um leiđ undir honum. Í desember spáđi Ţjóđhagsstofnun ţví ađ draga myndi úr vexti eftirspurnar á ţessu ári. Enn sem komiđ er bendir fátt til ţess ađ hann sé tekinn ađ hjađna í ţeim mćli sem spáin gerđi ráđ fyrir og útlán vaxa enn hratt. Ţví telur bankastjórn Seđlabankans óhjákvćmilegt ađ auka enn ađhald í peningamálum međ ađgerđum sem m.a. gćtu dregiđ úr útlánagetu lánastofnana, a.m.k. um hríđ.

Lausafjárreglurnar hafa veriđ undirbúnar um nokkurt skeiđ og eru ţćr fyrst og fremst hugsađar sem varúđarađgerđ, ţ.e. ađ tryggja ađ lánastofnanir eigi jafnan laust fé yfir tilgreindu lágmarki til ţess ađ vera vera vel fćrar um ađ mćta skuldbindingum sínum. Hliđstćđar reglur gilda međal ýmissa annarra ţjóđa. Enda ţótt reglurnar séu öđru fremur varúđarreglur munu ţćr í byrjun hemja útlánagetu stofnana sem ţćr munu ná til. Ţćr munu einnig hvetja lánastofnanir til ađ draga úr fjármögnun útlána međ erlendu lánsfé til skamms tíma, en ţađ getur veriđ áhćttusamt fyrir ţćr eins og vikiđ var ađ í haustskýrslu bankans sem gefin var út í nóvember 1998.

Í haustskýrslu bankans var sérstaklega vikiđ ađ útlánaţróun lánastofnana. Bankastjórn Seđlabankans telur enn ríka ástćđu til ţess ađ brýna varfćrna útlánastefnu fyrir lánastofnunum og ráđdeild og varkárni í lántökum fyrir fyrirtćkjum en ţó sérstaklega heimilum landsins. Lánsfjármögnun einkaneyslu í ţeim mćli sem veriđ hefur ađ undanförnu gengur tćpast til lengdar.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson formađur bankastjórnar Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

12/1999
23. febrúar 1999
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli