Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


13. janúar 1999
Helstu liđir í efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands

Međfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seđlabanka Íslands í lok desember 1998 og til samanburđar í lok desember 1997 ásamt breytingum í mánuđinum og frá áramótum. Ţar sem áramótauppgjöri og endurskođun er ekki lokiđ eru tölur fyrir desemberlok 1998 bráđabirgđatölur og kunna ţćr ađ taka breytingum í endanlegu uppgjöri.

 Gjaldeyrisforđi Seđlabankans jókst um 0,6 milljarđa króna í desember og nam í lok mánađarins 29,6 milljörđum króna (jafnvirđi 427 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánađarlok). Erlendar skammtímaskuldir bankans lćkkuđu lítillega í desember.

Á gjaldeyrismarkađi voru bókfćrđ gjaldeyrisviđskipti Seđlabankans jákvćđ um 1,1 milljarđa króna í desember, en bankinn átti gjaldeyrisviđskipti á innlendum markađi fyrir 2,8 milljarđa króna í mánuđinum. Gengi íslensku krónunnar mćlt međ vísitölu gengisskráningar hćkkađi um 0,4% í desember og um 0,7% frá ársbyrjun til loka desember.

 Heildareign Seđlabankans í markađsskráđum verđbréfum minnkađi í desember um 2,8 milljarđa króna miđađ viđ markađsverđ og nam í mánađarlok 7,9 milljörđum króna. Ríkisvíxlaeignin minnkađi um 1,8 milljarđa króna og ríkisbréfaeignin minnkađi um 1 milljarđ króna. Spariskírteinaeignin breyttist hins vegar nćr ekkert. Á árinu í heild minnkađi eign bankans í markađsskráđum verđbréfum um 7,9 milljarđa króna.

Kröfur Seđlabankans á innlánsstofnanir hćkkuđu um 6 milljarđa króna í desember en innstćđur ţeirra í bankanum lćkkuđu um 3 milljarđa króna. Kröfur Seđlabankans á ađrar fjármálastofnanir drógust saman um 1,3 milljarđa króna, en innstćđur ţeirra í bankanum jukust aftur á móti um 1,2 milljarđa króna í mánuđinum.

Nettókröfur bankans á ríkissjóđ og ríkisstofnanir lćkkuđu um 6,8 milljarđa króna í mánuđinum og voru neikvćđar um 8,2 milljarđa króna í lok ársins sem ţýđir ađ innstćđur ríkisins í bankanum námu hćrri fjárhćđ en brúttókröfur hans á ríkiđ.

Grunnfé bankans lćkkađi um 2,7 milljarđa króna í mánuđinum, en jókst á árinu um 0,9 milljarđa króna og nam 20,6 milljörđum króna í árslok.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seđlabankans og Erla Árnadóttir ađalbókari í síma 569-9600.

Helstu liđir í efnahagsreikningi Seđlabankans

Nr. 3/1999
13. janúar 1999

© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli