Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


15. júlí 1998
Verđbólguspá Seđlabanka Íslands fyrir áriđ 1998

Nú ţegar ţróun verđlags á öđrum ársfjórđungi ársins 1998 liggur fyrir hefur Seđlabanki Íslands endurmetiđ verđbólguspá sína. Samkvćmt spánni verđur verđbólga 2% á milli áranna 1997 og 1998, en 1,6% frá upphafi til loka ársins 1998. Verđbólga á öđrum ársfjórđungi var svipuđ og bankinn spáđi í apríl síđastliđnum.

Í apríl spáđi Seđlabankinn 0,7% hćkkun vísitölu neysluverđs á milli fyrsta og annars ársfjórđungs ársins 1998, sem svarar til 2,7% verđbólgu á ári. Ţessi spá gekk eftir. Hćkkun vísitölunnar er ađ mestum hluta til komin vegna hćkkunar á verđi ţjónustu auk ţess sem markađsverđ húsnćđis hćkkađi nokkuđ. Innfluttar vörur hafa hins vegar lćkkađ í verđi og stuđlađ ađ minni hćkkun vísitölunnar.

Á ţriđja ársfjórđungi ársins 1998 má gera ráđ fyrir ađ verđbólga verđi nokkuđ minni en á öđrum ársfjórđungi og ađ hún lćkki enn frekar undir lok ársins, eins og veriđ hefur undanfarin ár. Spáđ er ađ verđbólga frá upphafi til loka ársins 1998 verđi nokkuđ minni en spáđ var í apríl. Hćkkun á gengi íslensku krónunnar frá ţví í apríl er helsta ástćđa ţess ađ spáin er nú lćgri, en reiknađ er međ óbreyttu gengi krónunnar út áriđ frá ţeim tíma sem spáin er gerđ. Einnig er gert ráđ fyrir ađ innflutningsverđ í erlendri mynt lćkki um 0,5% á árinu í stađ ţess ađ standa í stađ eins og reiknađ var međ í spánni í apríl. Er ţar höfđ hliđsjón af fyrirliggjandi spám OECD og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Á móti kemur ađ gert er ráđ fyrir ađ launaskriđ verđi 2,5% á árinu 1998 í stađ 2% í spá bankans frá ţví í apríl. Einnig er reiknađ međ ađ markađsverđ húsnćđis muni hćkka umfram almenna verđlagsţróun og hafi ţannig áhrif til hćkkunar vísitölunnar.  Sjá nánar međfylgjandi töflu.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson, deildarstjóri á hagfrćđisviđi, í síma 569 9600.

Tafla

Nr. 39/1998
15. júlí 1998
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli