Mynd af Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands


21. apríl 2011
Yfirlýsing Moody's í tengslum við staðfestingu fyrirtækisins á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands í gær

Matsfyrirtækið Moody's gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við staðfestingu matsfyrirtækisins á Baa3 lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir innlendar og erlendar langtímaskuldbindingar í framhaldi af höfnun nýs Icesave-samkomulags í atkvæðagreiðslu hinn 9. apríl 2011.

Matsfyrirtækið Moody‘s hafði áður gefið til kynna að höfnun samkomulagsins myndi að líkindum leiða til lækkunar lánshæfismats. Hins vegar tekur staðfesting lánshæfismats hinn 20. apríl til greina nokkra þætti í þróun mála sem leiddu til þess að matsfyrirtækið komst að jákvæðari niðurstöðu um möguleg áhrif útkomu atkvæðagreiðslunnar en áður og eru þessi rök rakin í yfirlýsingu matsfyrirtækisins í dag.

 Yfirlýsingu Moody‘s má sjá hér:

110421_Moodys_Special Comment.pdf

 




© 2005 Seðlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvæn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli