Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


22. apríl 1998
Verđbólguspá Seđlabanka Íslands

Seđlabanki Íslands gerir verđbólguspá fjórum sinnum á ári, í janúar, apríl, júlí og október. Ţróun verđlags á fyrsta fjórđungi ársins 1998 liggur fyrir og spáir bankinn nú ađ verđbólga á milli áranna 1997 og 1998 verđi 2,3%, en 2,1% frá upphafi til loka ársins 1998. Í janúarspá bankans voru samsvarandi tölur 2,6% og 2,3%.

Vísitala neysluverđs hćkkađi um 0,4% á milli fjórđa ársfjórđungs 1997 og fyrsta ársfjórđungs 1998 sem svarar til 1,7% verđbólgu á ári. Hćkkunin er ađ mestum hluta til komin vegna hćkkunar á markađsverđi húsnćđis og á húsaleigu auk ţess sem verđ á ţjónustu hćkkađi nokkuđ. Athygli vekur hins vegar ađ innlendar vörur án búvöru og grćnmetis hćkkuđu nánast ekkert í verđi frá desember 1997 til apríl í ár. Spá Seđlabankans frá ţví í janúar gerđi ráđ fyrir töluvert meiri hćkkun vísitölunnar, eđa 0,8%. Frávikiđ er ţó innan tölfrćđilegra vikmarka.

Á öđrum og ţriđja fjórđungi ársins 1998 má gera ráđ fyrir ađ verđbólga verđi nokkru meiri en á ţeim fyrsta en ađ hún lćkki undir lok ársins eins og undanfarin ár. Samkvćmt forsendum spárinnar er gert ráđ fyrir ađ launaskriđ verđi 2% á árinu 1998 í stađ 1,5% í spá bankans frá ţví í janúar. Einnig er gert ráđ fyrir ađ markađsverđ húsnćđis hćkki umfram almenna verđlagsţróun og hafi ţannig áhrif til hćkkunar vísitölunnar líkt og gert var ráđ fyrir í janúar. Á móti kemur ađ gert er ráđ fyrir ađ framleiđni vaxi um 3% á árinu í stađ 2,5% eins og gert var ráđ fyrir í spánni í janúar. Međ hliđsjón af kreppunni í Asíulöndum og fyrirliggjandi spám alţjóđlegra efnahagsstofnana er gert ráđ fyrir ađ innflutningsverđ í erlendri mynt verđi óbreytt á árinu 1998. (Sjá međfylgjandi töflu.)

Nánari upplýsingar veitir Már Guđmundsson ađalhagfrćđingur bankans í síma 569 9600.

Ársfjórđungsspá

Nr. 17/1998
22. apríl 1998
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli