Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


19. september 2011
Žorgeir Eyjólfsson rįšinn verkefnastjóri viš losun gjaldeyrishafta

Žorgeir Eyjólfsson hefur veriš rįšinn tķmabundiš sem verkefnastjóri ķ Sešlabanka Ķslands viš losun gjaldeyrishafta. Hann mun hafa umsjón meš framkvęmd įętlunar um losun haftanna ķ samstarfi viš tiltekin sviš og starfsmenn Sešlabankans, meta umsóknir um nżtingu į fjįrfestingargengi samkvęmt svokallašri 50/50 leiš, eiga ķ samskiptum viš žįtttakendur ķ śtbošum og veita rįšgjöf um framkvęmd śtboša og varšandi undanžįgur og eftirlit til aš koma ķ veg fyrir snišgöngu.

Žorgeir hefur mikla reynslu af störfum į fjįrmįlamarkaši. Hann gegndi m.a. starfi forstjóra Lķfeyrissjóšs verzlunarmanna frį 1984 til 2009 og var framkvęmdastjóri eignastżringar MP Banka frį október 2009 til maķ 2011. Žį hefur Žorgeir vķštęka reynslu af setu ķ stjórnum żmissa innlendra og erlendra fyrirtękja, stofnana og lķfeyrissjóša og sat m.a. ķ tępan įratug ķ stjórn Kauphallarnefndar sem var rįšgefandi nefnd um innleišingu reglugerša og tilskipana Evrópusambandsins į fjįrmįlamarkaši. Žorgeir hlaut AMP-grįšu (Advanced Management Program) frį Harvard Business School įriš 1998 og er einnig meš MIF-grįšu frį Hįskólanum į Bifröst ķ alžjóša banka- og fjįrmįlum.
© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli