Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


26. jśnķ 2001
Margvķslegar breytingar meš nżjum vaxtalögum

Margvķslegar breytingar meš nżjum vaxtalögum

Nż lög um vexti og verštryggingu nr. 38/2001 taka gildi frį og meš 1. jślķ nęstkomandi og leysa žau af hólmi lög nr. 25/1987. Margvķslegar breytingar munu eiga sér staš viš gildistöku hinna nżju laga, mešal annars aš žvķ er varšar drįttarvexti og birtingarskyldu Sešlabanka Ķslands į vöxtum. Hér skal vikiš aš helstu breytingum varšandi vexti.
Lögin fela ķ sér nokkurt samningsfrelsi varšandi drįttarvexti. Ķ staš žess aš drįttarvextir ķ krónum séu einhliša įkvaršašir af Sešlabankanum mun ašilum verša heimilt aš semja um drįttarvexti, annaš hvort sem fast įlag ofan į tiltekinn grunn drįttarvaxta eša sem fasta vexti. Sé ekki samiš um drįttarvexti eša vanefndaįlag gilda žeir drįttarvextir sem Sešlabankinnn įkvešur og birtir. Gilda žeir ķ sex mįnuši ķ senn, ž.e. frį 1. janśar og 1. jślķ įr hvert į grundvelli 6. gr. laganna.
Viš gildistöku nżju vaxtalaganna hęttir Sešlabankinn aš auglżsa mįnašarlega öll almenn vaxtakjör banka og sparisjóša įsamt vegnum mešaltölum vaxta. Upplżsingar um mešalvexti og hęstu vexti munu žvķ ekki birtast meš formlegum hętti eftir gildistöku laganna. Žvķ er mikilvęgt aš ķ nżjum lįnssamningum verši ekki lengur vitnaš ķ hugtök eins og mešalvexti skuldabréfalįna, mešalįvöxtun śtlįna eša hęstu lögleyfšu vexti. Ķ staš žess mun Sešlabanki Ķslands birta vexti sem taka miš af lęgstu vöxtum nżrra śtlįna lįnastofnana. Vilji ašilar hafa breytilega vexti ķ lįnssamningi geta žeir mišaš viš žessa vexti og er ekkert žvķ til fyrirstöšu aš ķ nżjum lįnssamningum sé samiš um tiltekin frįvik frį auglżstum vöxtum eftir ašstęšum hverju sinni. Meš žessum hętti eru ašilar hvattir til aš semja um įkvešna vexti sķn į milli en nota ekki śreltar, eldri višmišanir, svo sem mešalvexti eša hęstu vexti žar sem slķkt getur leitt til vandkvęša viš innheimtu skulda.
Vegna lįnssamninga sem geršir hafa veriš fyrir gildistöku laganna og hafa aš geyma įkvęši um breytilega vexti ķ samręmi viš mešalvexti eša hęstu vexti gildir brįšabirgšaįkvęši sem tryggir aš unnt veršur aš finna hvaša vexti skuli nota.
Mešfylgjandi er tilkynning nr. 1/2001 um drįttarvexti og vexti af peningakröfum skv. 2. mgr. 10.gr., sbr. 4., 6. og 8. gr. og brįšabirgšaįkvęši III. ķ lögum um vexti og verštryggingu nr. 38/2001, sem birtist ķ Lögbirtingablašinu 22. jśnķ 2001 meš gildistöku 1. jślķ n.k.


Nr. 26/2001
26. jśnķ 2001

Nr. 1/2001


Tilkynning
um drįttarvexti og vexti af peningakröfum skv. 2. mgr. 10.gr., sbr. 4., 6. og 8. gr. og brįšabirgšaįkvęši III. ķ lögum um vexti og verštryggingu nr. 38/2001.
Fyrsti kafli hér aš nešan um drįttarvexti er birtur samkvęmt 6. gr. laganna og gilda drįttarvextir sem žar eru sżndir ķ sex mįnuši ķ senn frį 1. janśar og 1. jślķ įr hvert. Annar kafli um almenna vexti er birtur samkvęmt 4. og 8. gr. og žrišji kafli samkvęmt brįšabirgšaįkvęši III. ķ lögunum og gilda vextir samkvęmt II. og III. kafla nęsta almanaksmįnušinn eša uns nęsta tilkynning birtist.
Vextir sem breytast eru merktir meš stjörnu (*). Innan sviga eru sżndir vextir fyrir breytingu.


I. Drįttarvextir af peningakröfum ķ krónum
Vextir alls į įri
f.o.m. 1. jślķ 2001
1. Grunnur drįttarvaxta 1 10,9% * ( .. )
2. Vanefndaįlag 2 12,6% * ( .. )
3. Drįttarvextir 3 23,5%

II. Almennir vextir
1. Lęgstu vextir óverštryggšra lįna 4 14,5% * ( .. )
2. Lęgstu vextir verštryggšra lįna 4 7,8% * ( .. )
3. Vextir af skašabótakröfum 5 9,5% * (1,6%)

III. Drįttarvextir af peningakröfum ķ erlendri mynt 6

1. Bandarķkjadollurum 7,5%
2. Sterlingspundum 8,5% * ( 8,4% )
3. Dönskum krónum 8,0% * ( 8,2% )
4. Norskum krónum 10,5% * (10,7%)
5. Sęnskum krónum 7,0% * ( 6,8% )
6. Svissneskum frönkum 6,5% * ( 6,3% )
7. Japönskum jenum 5,0% * ( 5,1% )
8. Evrum 7 7,5% * ( 7,7% )

Um leiš og tilkynning žessi öšlast gildi 1. jślķ 2001, falla śr gildi tilkynningar nr. A 01.06 dags. 21. maķ 2001 um almenn vaxtakjör višskiptabanka og sparisjóša og vegiš mešaltal žeirra samkvęmt 2. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 25 frį 27. mars 1987 og nr. B 01.06 dags. 21. maķ 2001 um drįttarvexti samkvęmt 10. og 11. gr. sömu laga.

Reykjavķk, 18. jśnķ 2001.
SEŠLABANKI ĶSLANDS

1 Grunnur drįttarvaxta eru gildandi vextir algengustu skammtķmalįna Sešlabanka Ķslands til lįnastofnana, nś įvöxtun ķ endurhverfum veršbréfakaupum Sešlabankans.
2 Vanefndaįlag er ellefu hundrašshlutar, nema um annaš sé samiš skv. 2. mgr. 6. gr. laganna. Sešlabankanum er žó heimilt aš įkveša annaš vanefndaįlag aš lįgmarki sjö hundrašshlutar og aš hįmarki fimmtįn hundrašshlutar.
3 Drįttarvextir eru samtala grunns drįttarvaxta og vanefndaįlags. Sešlabankinn skal birta drįttarvexti eigi skemur en viku fyrir gildistökudaga drįttarvaxta sem eru 1. janśar og 1. jślķ įr hvert.
4 Almenna vexti skv. 3. gr. laganna skal žvķ ašeins greiša af peningakröfu aš žaš leiši af samningi, venju eša lögum. Žegar hundrašshluti žeirra eša vaxtavišmišun er aš öšru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera į hverjum tķma jafnhįir vöxtum sem Sešlabanki Ķslands įkvešur meš hlišsjón af lęgstu vöxtum į nżjum almennum óverštryggšum śtlįnum hjį lįnastofnunum og birtir skv. 10. gr. laganna. Žar sem um verštryggša kröfu er aš ręša skulu vextir vera jafnhįir vöxtum sem Sešlabankinn įkvešur meš hlišsjón af lęgstu vöxtum į nżjum almennum verštryggšum śtlįnum hjį lįnastofnunum og birtir skv. 10. gr. laganna.
Ķ brįšabirgšaįkvęši I. ķ lögum nr. 38/2001 segir: "Nś segir ķ lįnssamningi ķ ķslenskum krónum, geršum fyrir gildistöku laga žessara, aš vextir fram aš gjalddaga skuli vera breytilegir ķ samręmi viš vegiš mešaltal įrsįvöxtunar į nżjum almennum śtlįnum hjį višskiptabönkum og sparisjóšum, mešalśtlįnsvexti višskiptabanka og sparisjóša eša mešalśtlįnsvexti sem Sešlabanki Ķslands birtir, eša vķsaš er meš öšrum almennum hętti til vaxta į markaši, og skulu žį vextir af žessum peningakröfum, eftir gildistöku laganna, vera jafnhįir vöxtum skv. 1. mįlsl. 4. gr. aš višbęttum 3,5% žegar um óverštryggša peningakröfu er aš ręša og jafnhįir vöxtum skv. 2. mįlsl. 4. gr. aš višbęttum 2,5% žegar um verštryggša peningakröfu er aš ręša.
Nś segir ķ ķ lįnssamningi ķ ķslenskum krónum, geršum fyrir gildistöku laga žessara, aš vextir fram aš gjalddaga skuli vera breytilegir ķ samręmi viš hęstu lögleyfšu vexti į hverjum tķma, hęstu vexti į markašnum eša vķsaš er meš öšrum almennum hętti til hęstu vaxta į markaši og skulu žį vextir af žessum peningakröfum eftir gildistöku laganna vera jafnhįir vöxtum skv. 1. mįlsl. 4. gr. aš višbęttum 4,5%, žegar um óverštryggša peningakröfu er aš ręša og jafnhįir vöxtum skv. 2. mįlsl. 4. gr. aš višbęttum 3,5% žegar um verštryggša peningakröfu er aš ręša."
5 Vextir af kröfum um skašabętur, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna skulu į hverjum tķma vera jafnhįir tveimur žrišju hlutum vaxta sem Sešlabanki Ķslands įkvešur og birtir skv. 1. mįlsliš 4. gr. laganna.
6 Ķ brįšabirgšaįkvęši III ķ lögum nr. 38/2001 segir: "Nś segir ķ lįnssamningi ķ erlendum gjaldmišli, geršum fyrir gildistöku laga žessara, aš viš vanskil reiknist hęstu lögleyfšu drįttarvextir eins og žeir eru į hverjum tķma, drįttarvextir samkvęmt įkvöršun Sešlabanka Ķslands eša drįttarvextir samkvęmt vaxtalögum, eša vķsaš er meš öšrum hętti til drįttarvaxta sem Sešlabankinn įkvaš skv. 11. gr. laga nr. 25/1987, og skulu žį drįttarvextir žessir vera įkvaršašir meš sama hętti nęstu fimm įrin eftir gildistöku laga žessara, en aš žeim tķma loknum skulu žeir vera jafnhįir žeim drįttarvöxtum ķ hlutašeigandi gjaldmišli sem sķšast voru auglżstir af Sešlabankanum ķ Lögbirtingablaši fimm įrum eftir gildistöku laganna."
7 Sömu vextir gilda af peningakröfum ķ myntum ašildarlanda myntbandalags Evrópu (EMU) og ķ evrum.


Nįnari upplżsingar veitir Eirķkur Gušnason bankastjóri og lögfręšingar bankans ķ sķma 569 9600.
 
© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli