Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


18. apríl 2012
Úthlutun styrkja úr menningarsjóđi í nafni Jóhannesar Nordals

Í dag fór fram fyrsta úthlutun styrks úr menningarsjóđi í nafni Jóhannesar Nordals. Seđlabanki Íslands stofnađi til menningarstyrksins í nafni Jóhannesar í tilefni af 50 ára afmćli Seđlabankans á síđasta ári og ţess ađ Ţjóđhátíđarsjóđur hefur lokiđ störfum eftir 35 ára starf.

Alls bárust 39 styrkumsóknir og ákvađ úthlutunarnefnd ađ veita tveimur umsćkjendum styrk, samtals ađ fjárhćđ 1,5 m.kr. Ađ ţessu sinni hljóta styrk ţau Sigríđur Dóra Sverrisdóttir, sem fćr 900.000 krónur til verkefnisins „Rímur og rokk“, og Páll Valsson, sem hlýtur 600.000 krónur til ritunar bókar um ćvi Bjarna Thorarensens.

Í verkefni sínu vinnur Sigríđur Dóra Sverrisdóttir međ rímur af norđ-austurhorni landsins og gerir ţćr ađgengilegar. Auk ţess mun hún halda námskeiđ í bragfrćđi fyrir ungmenni ţar sem búnar verđa til rímur um réttindi og skyldur á vinnumarkađi. Verkefniđ miđar ađ ţví ađ viđhalda menningararfi okkar Íslendinga, en ennfremur ađ ţví ađ afhenda menningarverđmćtin yngri kynslóđum og kenna ţeim ađ nýta ţau í eigin listsköpun.

Páll Valsson vinnur ađ ritun bókar um ćvi og verk Bjarna Thorarensens amtmanns og skálds, sem er einnig dýrmćtt framlag til varđveislu menningararfsins. Međ útgáfu ćvisögu Bjarna er sú saga sem tengist samtíđ hans, ćvi og starfsferli, sem og sú menningararfleifđ sem fylgir framlagi hans til íslenskrar ljóđlistar gerđ ađgengileg Íslendingum um ókomna tíđ.

Formađur úthlutunarnefndar er Hildur Traustadóttir, fulltrúi í bankaráđi Seđlabanka Íslands, en ađrir í nefndinni eru Ásta Magnúsdóttir, ráđuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráđuneyti, og Guđrún Nordal, forstöđumađur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum frćđum.

Nánari upplýsingar veitir Már Guđmundsson seđlabankastjóri í síma 569 9600.
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli