Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


23. apríl 2012
Vorfundur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins í Washington dagana 20. til 22. apríl

Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, sótti vorfund Alţjóđagjaldeyrissjóđsins sem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum, en hann er fulltrúi Íslands í sjóđráđi Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Seđlabankastjóri átti fjölmarga fundi um málefni Íslands međ yfirstjórnendum og starfsfólki Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viđskiptaráđherra, sótti einnig fundina. Fulltrúi kjördćmisins í fjárhagsnefnd AGS var ađ ţessu sinni efnahags- og innanríkisráđherra Danmerkur, Margrethe Vestager og má nálgast yfirlýsingu kjördćmisins hér ađ neđan.

Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur m.a. fram ađ alţjóđahagkerfiđ sé hćgt og bítandi ađ taka viđ sér og ađ hagvaxtarhorfur í alţjóđahagkerfinu séu nokkuđ góđar ţó ađ blikur séu nokkrar. Nefndarmenn voru sammála um ađ vinna áfram ađ ţví í sameiningu ađ endurreisa traust, endurvekja hagvöxt og skapa störf.

Á föstudeginum 20. apríl flutti seđlabankastjóri erindi á fjárfestamálţingi bankans JP Morgan sem bar titilinn: „Rebalancing Growth and Lifting Capital Controls in Iceland“. Á sunnudeginum 22. apríl tók seđlabankastjóri ţátt í hringborđsumrćđum um fjármagnshreyfingar og skipulagt skuldauppgjör á vegum Alţjóđasamtaka fjármálafyrirtćkja (Institute of International Finance, skammstafađ IIF). Ţessi samtök hafa í samvinnu viđ alţjóđlegar opinberar stofnanir ţróađ viđmiđunarreglur um fjármagnshreyfingar og skipulagt skuldauppgjör. Seđlabankastjóri situr í ráđi sem hefur ţađ hlutverk ađ ţróa og standa vörđ um reglurnar.

Sjá nánar:

Communique.pdf 
Ályktun fjárhagsnefndasr AGS 2012 (Communiqué of the Twenty-Fifth Meeting of the IMFC April 21, 2012). PDF-skjal.

Vestager.pdf 
Yfirlýsing kjördćmis Norđurlanda og Eystrasaltsríkja. Vorfundur 2012 (Margrethe Vestager, efnahags- og innanríkisráđherra Danmerkur). PDF-skjal.

 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli