Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


05. desember 2002
Greiđslujöfnuđur viđ útlönd á fyrstu níu mánuđum 2002

Samkvćmt bráđabirgđauppgjöri Seđlabanka Íslands var 2,6 milljarđa króna afgangur á viđskiptajöfnuđi viđ útlönd á fyrstu níu mánuđum ársins samanboriđ viđ 36 milljarđa króna halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi (viđskiptavegin gengisvísitala var 0,4% hćrri janúar-september 2002 en á sama tímabili í fyrra) batnađi viđskiptajöfnuđurinn um rúmlega 38 milljarđa króna frá fyrra ári. Á ţriđja ársfjórđungi var afgangurinn 4,1 milljarđur króna samanboriđ viđ 6,7 milljarđa króna halla á sama fjórđungi í fyrra. Útflutningur vöru og ţjónustu jókst á fyrstu níu mánuđum ársins um 6,4% frá fyrra ári en innflutningur minnkađi um 5,2%, hvort tveggja reiknađ á föstu gengi. Hallinn á ţáttatekjum (laun, vextir og arđur af fjárfestingu) nam 12,5 milljörđum króna á fyrstu níu mánuđum ársins. Hann minnkađi mikiđ frá fyrra ári vegna vaxtalćkkana á erlendum lánamörkuđum og aukinna tekna af erlendum fjárfestingum. Rekstrarframlög til landsins voru 1,6 milljörđum króna meiri en framlög til útlanda.

Hreint fjárútstreymi mćldist 2,6 milljarđar króna á fyrstu níu mánuđum ársins. Fjárfestingar innlendra ađila erlendis hafa veriđ miklar á ţessu ári. Bein fjárfesting nam 6,5 milljörđum króna, erlend verđbréfakaup námu 18,3 milljörđum króna og gjaldeyrisforđi Seđlabankans jókst um 17,9 milljarđa króna. Ađrar fjárfestingar, svo sem viđskiptakröfur, innstćđur og ţó einkum lán innlendra banka til erlendra ađila jukust mikiđ og námu 28,6 milljörđum króna. Á móti ţessu fjárútstreymi standa erlendar lántökur í formi skuldabréfa og erlendra bankalána ađ fjárhćđ 69 milljarđar króna. Skuldabréfin voru ađallega gefin út á erlendum mörkuđum en erlendir ađilar hafa í auknum mćli keypt skuldabréf sem útgefin eru hér á landi. Gjaldeyrisforđi Seđlabankans jókst mikiđ á fyrstu níu mánuđum ársins eins og áđur segir og nam hann 49,8 milljörđum króna í lok september sl. Stćkkun hans skýrist ţó ađ öllu leyti af lánahreyfingum ríkissjóđs sem juku forđann tímabundiđ í september.

Greiđslujöfnuđur viđ útlönd í milljörđum króna

Júlí-

september

Janúar-

september

2001

2002

2001

2002

Viđskiptajöfnuđur

-6,7

4,1

-36,0

2,6

   Útflutningur vöru og ţjónustu

84,3

80,3

220,9

235,8

   Innflutningur vöru og ţjónustu

-84,1

-75,4

-233,8

-222,3

   Ţáttatekjur og framlög, nettó

-6,9

-0,8

-23,1

-10,9

Fjármagnsjöfnuđur

18,4

-20,6

23,8

-2,6

    Hreyfingar án forđa

20,5

-6,3

20,8

15,3

    Gjaldeyrisforđi (- aukning)

-2,2

-14,3

2,6

-17,9

Skekkjur og vantaliđ, nettó

-11,7

16,5

12,2

0,0

 

Erlendar skuldir ţjóđarinnar námu 556,5 milljörđum króna umfram erlendar eignir í lok september sl. Hrein skuldastađa lćkkađi um 31 milljarđ króna á fyrstu níu mánuđum ársins vegna gengishćkkunar krónunnar og afgangs á viđskiptum viđ útlönd. Međfylgjandi yfirlit sýna ítarlegri upplýsingar um greiđslujöfnuđinn viđ útlönd og erlenda stöđu ţjóđarbúsins.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfrćđisviđi Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

42/2002
5. desember 2002

Talnaefni um greiđslujöfnuđ á ţriđja ársfjórđungi (pdf-skjal)
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli