Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


05. júní 2003
Matsfyrirtćkiđ Moody's gefur út yfirlýsingu fyrir Ísland

 

Matsfyrirtćkiđ Moody's gefur út yfirlýsingu um ađ lánshćfiseinkunnin Aaa fyrir Ísland og mat um stöđugar horfur byggi á ađlögunarhćfni íslenska hagkerfisins og traustri stöđu ríkisfjármála

 

Í nýrri ársskýrslu matsfyrirtćkisins Moody's Investors Service um Ísland segir ađ lánshćfiseinkunnin Aaa og mat um stöđugar horfur byggi á ađlögunarhćfni hagkerfisins sem hafi ítrekađ sýnt getu til ađ takast á viđ verulegt  ójafnvćgi. Ađ auki séu ríkisfjármál traust, langvinnur pólitískur stöđugleiki ríki og lífskjör töluvert betri en ađ jafnađi í öđrum OECD-ríkjum.

 

Sérfrćđingar Moody's segja lánshćfiseinkunnina einnig byggđa á kerfisumbótum sem gerđar hafi veriđ á síđasta áratug og nefna fiskveiđistjórnunarkerfiđ, markađsvćđingu, jafnvćgi í ríkisfjármálum og einkavćđingu.  Í skýrslunni er einnig minnst á aukna fjölbreytni útflutnings, bćđi innan hins mikilvćga sjávarútvegsgeira og vegna umtalsverđrar aukningar í álframleiđslu. Einnig séu ríkisskuldir litlar og fari minnkandi.

 

Íslenska hagkerfiđ hefur náđ nokkuđ góđu jafnvćgi eftir ađ hafa ofhitnađ verulega í lok síđasta áratugar. Ţá var glímt hart viđ viđskiptahalla og verđbólgu. Lítils háttar samdráttur á árinu 2002 fól í sér mýkri ađlögun en Moody's hafđi búist viđ og endurspeglar mikla ađlögunarhćfni hagkerfisins. Ađ stórum hluta átti ađlögunin sér stađ á ytri hliđ hagkerfisins sem ţakka má tiltölulega sveigjanlegum vinnumarkađi, upptöku flotgengis snemma árs 2001 og  trúverđugu verđbólgumarkmiđi.

 

Moody's segir ákvörđun um vćntanlega álbrćđslu og orkuver henni tengd hugsanlega geta orsakađ nýtt ofţensluskeiđ. Álit sérfrćđinga Moody's er ađ ţrátt fyrir ađ deila megi um álbrćđsluna og frekari iđnvćđingu vegna ţess ađ erlendar skuldir međ ríkisábyrgđ myndu hćkka og ţar međ auka viđkvćmni lítils og opins hagkerfis fyrir ytri áföllum, ţá séu ţessar framkvćmdir lykilţćttir í ţví langtímamarkmiđi stjórnvalda ađ auka fjölbreytni í atvinnulífinu og útflutningi. Einnig er búist viđ ađ framkvćmdirnar hćgi á flutningi fólks af landsbyggđinni til höfuđborgarsvćđisins.

 

Ríkisfjármál héldu nokkurn veginn jafnvćgi á síđasta ári vegna ađhalds í útgjöldum ţótt fjárlagaafgangur hefđi horfiđ međ minnkandi skatttekjum. Ef stjórnvöld standa viđ fyrirheit um bćtta útgjaldastýringu á komandi fjárfestingarskeiđi stendur eru líkur til ţess ađ afgangur gćti orđiđ á fjárlögum ţegar á árinu 2004. Ađhald í ríkisfjármálum er einnig nauđsynlegt til ađ ekki reyni um of á peningamálastefnuna og til ađ forđast viđskiptahalla og víxlhćkkanir launa og verđlags.

 

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísleifur Gunnarsson formađur bankastjórnar og Jón Ţ. Sigurgeirsson framkvćmdastjóri alţjóđasviđs Seđlabanka Íslands í síma 569-9600.

 

Nr. 16/2003

5. júní 2003

 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli