01. september 2003
Greiðslujöfnuður við útlönd á fyrri árshelmingi 2003 og erlend staða þjóðarbúsins
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var
17,9 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins
2003 samanborið við 2,9 milljarða króna halla á sama tíma 2002. Viðskiptahallinn
á öðrum ársfjórðungi nam 15,2 milljörðum króna samanborið við 1,5 milljarða
króna halla á sama tíma í fyrra. Útflutningur vöru og þjónustu minnkaði á
fyrri árshelmingi um 2,3% en innflutningur jókst um 10,2% frá sama tíma í
fyrra reiknað á föstu gengi .(1) Hallinn á jöfnuði þáttatekna (launa, vaxta og arðs af
fjárfestingum) og rekstrarframlögum nettó var um 9 milljarðar króna á fyrri
árshelmingi 2003, nokkru minni en í fyrra.
Greiðslujöfnuður við útlönd í
milljörðum króna
Ársfjórðungar: |
Apríl- |
júní |
|
Janúar- |
júní |
|
2002 |
2003 |
|
2002 |
2003 |
Viðskiptajöfnuður
|
-1,5 |
-15,2 |
|
-2,9 |
-17,9 |
Útflutningur vöru og
þjónustu |
79,3 |
66,4 |
|
155,7 |
137,0 |
Innflutningur vöru og
þjónustu |
-75,5 |
-78,5 |
|
-147,0 |
-145,9 |
Þáttatekjur og framlög,
nettó |
-5,2 |
-3,0 |
|
-11,6 |
-9,0 |
Fjármagnsjöfnuður
|
11,9 |
20,3 |
|
27,7 |
40,5 |
Hreyfingar
án forða |
14,0 |
20,4 |
|
30,8 |
40,8 |
Gjaldeyrisforði (-
aukning) |
-2,1 |
0 |
|
-3,1 |
-0,2 |
Skekkjur
og vantalið, nettó |
-10,4 |
-5,2 |
|
-24,8 |
-22,7 |
Hreint fjárinnstreymi
mældist 40,5 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 2003 og skýrist að stærstum
hluta af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum, en einnig var 11,8
ma.kr. fjárinnstreymi vegna kaupa erlendra aðila á skuldabréfum útgefnum á
Íslandi. Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 14,1 milljarði króna
sem er ríflega helmingi meira en árið áður. Önnur eignamyndun í útlöndum var
mikil á fyrri hluta ársins 2003, einkum jukust erlendar innstæður bankanna.
Nokkurt fjárútstreymi varð vegna sölu erlendra aðila á eignarhlut sínum í
atvinnurekstri á Íslandi á fyrri hluta ársins.Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam
36,9 milljörðum króna í júnílok og hafði lítið breyst frá ársbyrjun.
Skekkjuliður greiðslujafnaðar er
stór og neikvæður á fyrri hluta ársins eins og á sama tímabili í fyrra. Talið er
að hann stafi af meira fjárútstreymi, annað hvort meiri aukningu eigna eða
lækkun skulda, en tekist hefur að afla upplýsinga um.
Erlendar skuldir þjóðarinnar námu
572 milljörðum króna umfram erlendar eignir í lok júní sl. Hrein skuldastaða við
útlönd lækkaði um 9,3 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2003 vegna
gengishækkunar krónunnar og hækkunar á markaðsvirði erlendrar verðbréfaeignar.
Meðfylgjandi yfirlit sýna ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlönd
og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
Í dag
mánudaginn 1. september 2003 birtist töfluyfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd
og erlenda stöðu í hagtölum Seðlabankans á heimasíðu hans: (www.sedlabanki.is).
Nánari
upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson, deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabanka
Íslands, í síma 569-9600.
Fréttin í heild
með töflum (pdf)
Nr. 22/2003
1. september 2003