06. janúar 2004
Breytt fyrirkomulag á miðlun upplýsinga um viðskipti Seðlabanka Íslands
Í ársbyrjun 2004 breytist miðlun á upplýsingum um uppboð á endurhverfum
verðbréfasamningum Seðlabanka Íslands við lánastofnanir samhliða því sem
upplýsingar um uppboð á innstæðubréfum verða birtar með reglubundnum hætti.
Framvegis verða þessar upplýsingar birtar á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is á svæði sem ber yfirheitið
Markaðir, en þar verður að finna aðgengilegt yfirlit yfir þessar aðgerðir
Seðlabanka Íslands og fleiri viðskipti.
Upplýsingarnar verða birtar með þessum hætti frá og með 6. janúar 2004.
Sérstakar tilkynningar um endurhverf viðskipti verða því ekki lengur sendar
út.
Nánari upplýsingar um þetta veitir Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri
peningamálasviðs Seðlabanka Íslands í síma 569 9664.
Nr. 1/2004
6. janúar 2004