Mynd af Sešlabanka Ķslands
Sešlabanki Ķslands


05. febrśar 2004
Efnahagsreikningur Sešlabanka Ķslands


Frį mišju įri 1995 hefur Sešlabanki Ķslands mįnašarlega gefiš śt frétt meš helstu lišum śr efnahagsreikningi sķnum ķ lok lišins mįnašar. Ķ staš helstu liša śr efnahagsreikningi sķnum mun bankinn héšan ķ frį birta efnahagsreikning eftir lok hvers mįnašar. Fréttin veršur hér eftir sem hingaš til birt į heimasķšu bankans. Um leiš hęttir bankinn annarri reglulegri dreifingu og birtingu į efnahagsreikningi sķnum. Yfirleitt verša sżndar upplżsingar frį lokum sķšasta mįnašar, lokum nęstlišins mįnašar og lišinna įramóta auk breytinga į einstökum lišum. Frįvik verša viš birtingu efnahagsins ķ lok janśar.

Efnahagsreikningur Sešlabanka Ķslands ķ lok janśar 2004
Ķ mešfylgjandi yfirliti er sżndur efnahagsreikningur Sešlabanka Ķslands ķ lok janśar 2004 og til samanburšar ķ lok desember 2003 og ķ lok desember 2002.

Gjaldeyrisforši Sešlabankans minnkaši ķ janśar um 1,7 milljarša króna og nam 56,4 milljöršum króna ķ lok mįnašarins (jafnvirši 812 milljóna Bandarķkjadala į gengi ķ mįnašarlok).

Sešlabankinn keypti gjaldeyri į innlendum millibankamarkaši fyrir 7 milljarša króna ķ janśar ķ samręmi viš įętlun hans um ašgeršir til aš styrkja gjaldeyrisstöšu sķna sem m.a var greint frį ķ nóvemberhefti Peningamįla 2003. Žar af keypti bankinn jafnvirši um 5,5 milljarša króna ķ einum višskipum viš einn višskiptavakanna į gjaldeyrismarkaši. Um leiš gerši bankinn gjaldmišlaskiptasamning viš višskiptavakann og seldi honum Bandarķkjadali aš andvirši 6,9 milljarša króna sem bankinn kaupir aftur ķ aprķl n.k.

Gengi ķslensku krónunnar styrktist um 3,3% ķ janśar.

Markašsskrįš veršbréf ķ eigu bankans nįmu 3,9 milljöršum króna ķ janśarlok mišaš viš markašsverš. Žar af nįmu markašsskrįš veršbréf rķkissjóšs 0,7 milljöršum króna.

Kröfur Sešlabankans į innlįnsstofnanir hękkušu um nęr 18 milljarša króna ķ janśar og nįmu 24 milljöršum króna ķ lok mįnašarins. Kröfur į ašrar fjįrmįlastofnanir hękkušu einnig lķtillega og nįmu 4,2 milljöršum króna ķ mįnašarlok. 

Nettókröfur bankans į rķkissjóš og rķkisstofnanir lękkušu um 7,8 milljarša króna ķ janśar og nįmu nettóinnstęšur rķkissjóšs 30 milljöršum króna ķ lok mįnašarins.

Grunnfé bankans hękkaši ķ janśar um 10,7 milljarša króna og nam 32,4 milljöršum króna ķ mįnašarlok.

Nįnari upplżsingar veita bankastjórar Sešlabanka Ķslands og Erla Įrnadóttir ašalbókari ķ sķma 569-9600.

Fréttin ķ heild meš töflu (pdf-skjal 127kb)

Nr. 4/2004
5. febrśar 2004

© 2005 Sešlabanki Ķslands - Öll réttindi įskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sķmi: 569 9600 - Bréfasķmi: 569 9605

Prentvęn śtgįfa
Byggir į LiSA vefumsjónarkerfi frį Eskli