Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands


01. júlí 2004
Seđlabanki Íslands hćkkar vexti

Bankastjórn Seđlabanka Íslands hefur ákveđiđ ađ hćkka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og međ nćsta uppbođi á endurhverfum lánssamningum viđ lánastofnanir sem fram fer 6. júlí n.k. Eftir breytinguna verđa ţeir 6,25%. Í niđurlagi inngangsgreinar Peningamála 2004/2 sem gefin voru út 1. júní sl. sagđi ađ horfur í efnahags- og peningamálum gćtu gefiđ tilefni til meiri hćkkunar vaxta en ţá var tilkynnt. Ţví mćtti búast viđ ađ bankinn hćkkađi stýrivexti sína fljótlega aftur nema nýjar upplýsingar gćfu sterkar vísbendingar um betri verđbólguhorfur.

Framvindan undanfarnar vikur gefur ekki tilefni til ađ hverfa frá áformum um frekara ađhald í peningamálum. Verđbólga jókst í júní. Hún er nú nálćgt efri ţolmörkum verđbólgumarkmiđsins og hugsanlegt er ađ hún muni tímabundiđ rjúfa ţau.  [1] Verđbólguspáin sem birt var í byrjun júní fól í sér ađ verđbólga fćri lítillega yfir ţolmörkin á komandi mánuđum en ađ síđan myndi draga úr henni á ný og hún minnka niđur undir 2˝% verđbólgumarkmiđiđ á nćsta ári. Seđlabankinn hefur nú hćkkađ stýrivexti sína tvisvar frá ţví ađ spáin var gerđ og ţrisvar síđan snemma í maí, samtals um 0,95 prósentur.

Ţótt verđbólga nú sé ađ hluta til af erlendum uppruna og ađ ţví leyti utan áhrifasviđs Seđlabankans eiga innlendar verđhćkkanir einnig umtalsverđan hlut ađ máli. Einkum hefur húsnćđiskostnađur hćkkađ ört. Vísbendingar gefa til kynna ađ innlend eftirspurn vaxi hratt um ţessar mundir. Til dćmis jókst einkaneysla á fyrsta fjórđungi ársins um 8% frá fyrra ári og vísbendingar eru um áframhaldandi öran vöxt á öđrum ársfjórđungi.

Upplýsingar sem komiđ hafa fram frá ţví ađ vextir bankans voru hćkkađir í byrjun júní styrkja ţví rökin fyrir vaxtahćkkun nú. Hér er m.a. vísađ til verđbólgu, einkaneyslu, fjárfestingar og vaxandi verđ­bólguvćntinga sem hafa valdiđ lćkkun raunstýrivaxta. Af ţessum sökum var ákveđiđ ađ hćkka stýrivexti um 0,5 prósentur ađ ţessu sinni. Miklar framkvćmdir sem framundan eru munu ađ óbreyttu krefjast frekari hćkkunar vaxta á komandi mánuđum. Hversu hratt ţađ gerist er háđ framvindu ýmissa ţátta, ekki síst verđbólgu og eftirspurnar. Seđlabankinn mun á nćstu vikum og mánuđum fylgjast náiđ međ framvindunni og haga peningastefnunni í samrćmi viđ markmiđ hennar um ađ verđbólga verđi sem nćst 2˝%.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formađur banka­stjórnar í síma 569-9600.

Nr. 19/2004
1. júlí 2004

 

 [1] Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seđlabankans um verđbólgumark­miđ og breytta gengisstefnu frá 27. mars 2001 segir ađ fari verđbólgan út fyrir ţol­mörk beri bankanum ađ ná henni svo fljótt sem auđiđ er inn fyrir ţau ađ nýju. Jafn­framt beri bankanum ađ senda greinargerđ til ríkisstjórnarinnar ţar sem fram kemur hver ástćđa frávikanna sé, hvernig bankinn hyggst bregđast viđ og hve langan tíma hann telur ţađ taka ađ ná verđbólgumarkmiđinu ađ nýju. Greinargerđin skal birt opinberlega.

 
© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli