Mynd af Seđlabanka Íslands
Seđlabanki Íslands

5000 krónur


Vatnsmerki

Í vatnsmerki er andlitsmynd Jóns Sigurđssonar forseta. Merkiđ sést vel ef seđli er haldiđ móti birtu. Myndin sést á báđum hliđum seđilsins.

Öryggisţráđur

Öryggisţráđur í gljáandi málmlitbrigđum er yfir ţveran seđilinn, 1,2 mm á breidd, til skiptis sjáanlegur eđa hulinn á framhliđ. Sé seđlinum haldiđ móti ljósi sést ţráđurinn óslitinn. Á ţrćđinum stendur 5000KR.

Upphleypt prentun

Á báđum hliđum seđilsins er dökkblá upphleypt prentun sem nema má međ fingurgómi.

Örletur

Í línu undir andlitsmynd Ragnheiđar Jónsdóttur biskupsfrúar er örletur sem unnt er ađ greina međ stćkkunargleri. Letriđ myndar í sífellu orđin SEĐLABANKI ÍSLANDS.

Númer međ rauđu letri á framhliđ

Númer seđilsins er prentađ í rauđum lit á framhliđ. Undir útfjólubláu ljósi verđur letriđ gult.

Örletur í tölum

Talan 5000 stendur lárétt međ skyggđu letri í bláum lit efst til vinstri á framhliđ og er tvítekin á bakhliđ seđilsins. Á dökkum flötum í tölustöfunum er örletur sem unnt er ađ greina međ stćkkunargleri. Letriđ myndar í sífellu skammstöfunina SÍ.

Gyllt málmţynna

Stćkkađ munstur úr grunni seđilsins birtist sem gyllt málmţynna ofarlega á miđri framhliđ. Ţynnuna er ekki unnt ađ ljósrita. Nafn Ragnheiđar Jónsdóttur og ártölin 1646–1715 eru prentuđ yfir málmţynnuna.

Bjart vatnsmerki

Viđ hliđina á andlitsmynd Jóns Sigurđssonar er komiđ nýtt bjart vatnsmerki – talan 5000.

Smáletur

Til hćgri á framhliđ seđilsins er viđ efri og neđri brún bylgjudregiđ smáletur í grunni. Letriđ myndar í sífellu orđin SEĐLABANKI ÍSLANDS.

Lýsandi reitur

Ţegar útfjólubláu ljósi er varpađ á framhliđ seđilsins birtist ofarlega til hćgri lýsandi grćnn reitur međ tölunni 5000.

Pappírsgerđ

Pappír er úr hrábómull og hefur viđkomu ólíka venjulegum pappír.

Blindramerki

Á framhliđ seđilsins er sérstakt merki, ţrjú lóđrétt strik sem eru upphleypt til glöggvunar fyrir blinda og sjónskerta.


© 2005 Seđlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvćn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli