Maí 2012 | Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.078 ma.kr. í lok maí og hækkuðu um tæpa 10 ma.kr. á milli mánaða. Innstæður í Seðlabankanum námu 25,5 ma.kr. og hækkuðu um 5,9 ma.kr. Útlán og markaðsverðbréf námu 942,7 ma.kr. og hækkuðu um 3,9 ma.kr. Þessa hækkun má að mestu leyti rekja til hækkunar á útlánum um 3,5 ma.kr. en þau námu 901,5 ma.kr. í lok maí. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.036 ma.kr. og hækkuðu um 11,8 ma.kr. Eigið fé nam 42,4 ma.kr. í lok maí.
Yfirlit yfir eignir og skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð eða nauðasamningum eru birtar sérstaklega. Eignir þeirra námu 2.998 ma.kr í lok 2. ársfjórðungs 2011 en skuldir þeirra námu 9.552 ma.kr. á sama tíma. Eigið fé þeirra var því neikvætt um 6.554 ma.kr í lok 2. árfjórðungs 2011. Fjöldi fjármálafyrirtækja í slitameðferð eða nauðasamningaferli er breytilegur eftir tímabilum. Þegar starfsleyfi þeirra er afturkallað af FME detta viðkomandi aðilar út úr hagtölum SÍ um fjármálafyrirtæki.
|
Næsta birting: . |
|  |