Mynd af Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands

4. júlí 2012

Lífeyrissjóðir

Maí 2012

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.241 ma.kr. í lok maí 2012. Hrein eign hafði þar með hækkað um tæpa 4 ma.kr. frá apríl eða um 0,2%. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða hækkaði um 17,7 ma.kr. og nam 1.633, mö.kr. í lok maí Þar af hækkuðu skuldabréf útgefin Ríksissjóði Íslands um 13,4 ma.kr milli mánaða og íbúðabréf um 4 ma.kr. Erlend verðbréfaeign lækkaði hins vegar um 16,2 ma.kr. frá apríl og nam 499 mö.kr. í lok maí. Þar af lækkaði eign í erlendum hlutabréfasjóðum um 13,8 ma.kr. og erlend hlutabréf um 1,8 ma.kr. Af öðrum breytingum má nefna að skuld vegna afleiðusamninga lækkaði um 7,7 ma.kr. í mánuðinum og innlán lífeyrissjóða lækkuðu um tæpa 2 ma.kr. Þá lækkuðu aðrar eignir lífeyrissjóða um 3,3 ma.kr. í maí.

Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör allra sjóða og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Ekki er búið að endurskoða árslokatölur 2011 miðað við endurskoðuð uppgjör. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.

Næsta birting: .
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Umsjón: Svava Óskarsdóttir, upplýsingasviði. Netfang: svava.oskarsdottir@sedlabanki.is


<< Til baka



© 2005 Seðlabanki Íslands - Öll réttindi áskilin
Póstfang: Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik - Netfang: sedlabanki@sedlabanki.is
Sími: 569 9600 - Bréfasími: 569 9605

Prentvæn útgáfa
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli